Fundur stjórnar 4. október, Hlíðarhjalla 14
Mættir: Jóna Rán Pétursdóttir, Gísli Felix Ragnarsson, Gissur Ari Kristinsson og Bjarki Sigurjónsson.
Fundur settur kl. 12:45
- Fræðsla um samfelldan dag barnsins
- Vantar staðsetningu fyrir fræðsluna. Rætt um að hafa stað þar sem hægt er að sitja áfram eftir að fræðslunni lýkur. Staðirnir Nauthóll, Sólon og Bryggjan nefndir sem möguleikar. Jóna sér um að hafa samband við staðina og fá tilboð/verðsamanburð.
- Fræðslan verður seinnipartinn (um kl. 16 – 17) til að það henti starfsfólki frístundaheimila.
- Fræðslan er annars klár, Íris er með fræðsluna og er ábyrgðaraðili stjórnar.
- Kynningarmál
- Kaffibollar skiluðu sér því miður ekki fyrir starfsdaga Samfés en pöntum þá engu að síður og sendum út á góðum tímapunkti. 200 bollar verða pantaðir. Gissur sér um það.
- Plaköt -> Nóg til ennþá af plakötum með dagskrá vetrarins sem voru prentuð fyrir starfsdaga. Ákveðið að þeim verði dreift til sviðstjóra sveitarfélaga o.þ.h. með það fyrir augum að þeir deili þeim út til sinna starfsstaða. Sendum einnig pdf skjalið á alla félagsmenn. Jóna sér um.
- Jóna ætlar að senda út kynningarpóst á alla félagsmenn um fræðsluna og býr sömuleiðis til facebook viðburð.
- Gísli skrifar frétt um dagskránna á heimasíðuna og deilir henni svo á facebook.
- Náum áttum
- Gísli mætti fyrir hönd FFF á undirbúningsfund Náum áttum hópsins. Félagið var boðið velkomin aftur að borðinu og þátttöku okkar fagnað. Síðasti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins var gerður upp á fundinum og gekk hann vel, góð mæting og góðar umræður. Næsti fundur var einnig skipulagður og verður hann miðvikudaginn 10. október næstkomandi. Yfirskrift fundarins er: “Lyfjamisnotkun ungmenna: Íslenskur veruleiki”. Næsti skipulagsfundur er 15. október.
- Ný persónuverndarlög
- Rætt um hugmyndina um myndband sem fer yfir hvað þessi lög þýða fyrir frístundastarf og hvort við vildum taka það lengra. Rætt um allskonar útfærslur á fundinum og ákveðið að setja það á ís fram að næsta fundi.
- Önnur mál
- Nýjar umsóknir í félagið voru lesnar upp. Þær voru átta talsins og allar samþykktar einróma.
- FFF sótti um ferðastyrk fyrir námsferð félaga til Helsinki, Finnlandi, að heimsækja Setlementti samtökin. Þema ferðarinnar yrði heildarsýn í æskulýðsmálum þar sem finnar myndu kynna okkur fyrir þeirri menntun og hæfni sem þeir krefja sína æskulýðsstarfsmenn um. Setlementti rekur hverfamiðstöðvar sem að hafa mjög fjölbreytt hlutverk, þær sjá um æskulýðsmál, húsnæðismál ungmenna, endurhæfingu ungmenna eftir fíknimeðferðir, stuðning við ungmenni með geðræn vandamál o.fl. Félagsmenn myndu heimsækja nokkrar slíkar miðstöðvar, fræðast um bakgrunn starfsmanna þeirra og hvernig endurmenntun og frekari námskeiðum er háttað. Það kemur í ljós í árbyrjun 2019 hvort að umsóknin sé samþykkt eða ekki.
Fundi slitið kl. 14:00