Mættir eru: Gísli, Elísabet, Ágúst og Peta
Fundur settur kl. 09:00
- Síðasta fræðsla var fræðsla frá Hrefnu um Hinsegin félagsmiðstöðina og heppnaðist hún mjög vel, mikil ánægja með erindið.
- Næsta fræðsla er annar hluti hringferðar félagsins, á Vesturlandi. Ester sem býr og starfar á Hólmavík hittir fulltrúa stjórnar á miðri leið á Reykhólum og heldur þar fræðslu sem verður einnig streymt. Félagið leigir bílaleigubíl. Íris og Elísabet sjá um fræðsluna.
- Félagið er að vinna í styrkumsókn vegna styrks frá Félagsmálaráðuneytinu til að greiða kostnað vegna hringferðarinnar. Elísabet og Íris kl´´ara málið.
- Ferðanefnd er í sambandi við Óla hjá Rannís vegna stykrja fyrir ferð og áætlað er að skoða kosti þess að fara í áskrift að reglulegum styrkjum fyrir námsferðum sem Óli mælti með. Í vinnslu.
- Nefnd um lokaverkefnaverðlaun er loks komin með aðgang að öllum tilnefndum verkefnum og fundar á næstu dögum og tilkynnir niðurstöður í kjölfarið.
Fundi slitið kl. 09:50