Mætt eru: Ágúst, John, Peta, Íris, Ása, Eygló og John.
Fimmtudagurinn 14.nóvember 2023
Staður: Brauð og Co
Fundur settur kl. 08:30
- Síðasta fræðsla gekk vel. Mjög vel sótt. Annað árið í tómstunda og félagsmálafræði fjölmenntu á fræðsluna hjá Önnu og var virkilega vel heppnað.
- Næsta fræðsla frestast til 21. Nóvember vegna veikinda og staðsetning er TBA
- Fyrirmyndarverkefni. Ágúst ætlar að lesa yfir fyrir hönd FFF, Frítímadeild FÍÆT les líka. Ágúst hringir í alla tilnefnda og fær þau til að taka 8. desember frá. Meistaranemar sem skila lokaverkefni á þessu almanaksári fá viðurkenningu þann 8. desember.
- Hringferð FFF. Ágúst og John fara í Stykkishólm 22. Nóvember að hitta Óla, Kristfríði og Magnús. Þau ætla taka stöðuna á þeim og spjalla, langar svo að kynnast starfi á Vesturlandi og hitta Rannveig Tenchi sem er nýtekin við starfi eldri borgara í Stykkishólmi.
- Pólland. 18. – 22. Febrúar, ferð stjórnar til að kanna samstarfsmöguleika og hitta Íslenska sendiráðið í Póllandi. Þau voru á Íslandi í haust og voru að tala um hvað það væri lítið samstarf milli landanna miðað við fjölda Pólverja á Íslandi.
- Kjaramál. Ágúst og Íris ætla að funda með Bryngeir og Gísla Rúnar um kjaramál.
Fundi slitið kl. 10:07.