Mættir eru: Gísli, Elísabet, Ágúst, Íris, Peta og Birna
Mánudagur 28. febrúar
Fundur settur kl. 08:45
Staður: Kaffitár, Nýbýlavegi
- Síðustu fræðslur voru á Austurlandi og um 10-12 ára starf. Fræðsla á Austurlandi var flott, gekk vel og fengum við höfðinglegar móttökur. Upptaka af fræðslunni er aðgengileg á Facebook síðu félagsins fyrir áhugasama. Á dagskránni var umræðufundur um 10-12 ára starf sem gekk því miður ekki þar sem ekki náðist þátttaka á ZOOM og féll hún því niður.
- Næsta fræðsla er um starf með eldri borgurum og verður hún þann 16. mars. Kynnt verður hugmyndafræði samfélagshúsa í Reykjavík og sagt frá árangri og reynslu þar af, ásamt kynningu á átaksverkefni í Skagafirði. Verður hún haldin í samfélagshúsinu Aflagranda 40. Gísli sér um fræðsluna og Elísabet ætlar að vera með á staðnum.
- Í apríl er stefnt á fræðslu á Dalvík sem mun þá loka hringferðinni okkar. Peta og Ágúst fara norður fyrir hönd félagsins og eru í góðu sambandi við Gísla sem er íþrótta- og æskulýðsfulltrúi þar á bæ.
- Nýjir meðlimir frá í október hafa 10 eða 12 manns bæst við. Ákveðið var að skipta ábyrgð á tölvupósti félagsins á milli stjórnarmeðlima og
- Umsókn félagsins um styrk er í vinnslu og þarf að fylla út eitt skjal sem vantar upp á svo hægt sé að útskurða um hvort okkur sé veittur styrkur eða ekki. Peta ætlar að fara í málið og kallar eftir aðstoð ef þarf.
- Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá Vestnorræna höfuðborgarsjóðnum og Menningarsjóði Íslands og Finnlands. Elísabet ætlar að vinna í umsókn fyrir hönd félagsins.
- Hvatningaverðlaun félagsins eru í vinnslu hjá Ágústi og hann ætlar að ræða við HÍ, Samfés og FÍÆT um hugsanlegt samstarf í þessu verkefni.
Fundi slitið kl. 9:45