Föstudagurinn 8. mars
Mættir: Jóna Rán, Gísli Felix, Gissur Ari, Bjarki og Esther
Fundur settur kl. 12:30
- Hótel og dagskrá í Helskinki
- Breytingar á hótelmálum. Tilboðið frá hótelinu sem var verið að skoða gekk ekki upp svo við munum fara á Hotelli Finn.
- Árni Guðmundsson er að vinna í skemmtilegri móttöku fyrir hópinn þegar komið er á svæðið.
- Dagskráin er að verða vel pökkuð af spennandi heimsóknum en eftir stendur félagsmiðstöðin Happi sem ætlunin er að skoða. FÍÆT er að fara á baðstað þar sem hægt að fara í laugar og sauna utan við Helsinki með tengingu við þeirra starf og erum við að skoða að fara með það líka.
- Kynningarfundur fyrir ferðina verður haldinn fyrir ferðina föstudaginn 15. mars í Skelinni kl. 10:00. Farið verður yfir helstu atriði fyrir ferðina, dagskrá, praktísk mál og fleira.
- Hádegisfræðsla 26. mars
- Arnar Hólm ætlar að vera með fræðslu um rafíþróttaklúbbinn í Garðalundi og alla gróskuna sem eru í rafíþróttamálum í félagsmiðstöðvum.
- Seinasta fræðsla var í Stakkahlíð og gekk það vel, mæting góð og aðstaðan flott. Ákveðið að halda því og vera með fræðsluna í háskólanum.
- Aðalfundur
- Aðalfundurinn er 30. apríl, vikuna eftir ferðina til Helsinki. Fundarboð verður sent á næstu dögum.
- Í fyrra var fundurinn haldinn á Bryggjunni og var ánægja misjöfn með veitingarnar sem boðið var upp á. Jóna fer í að finna góðan stað fyrir aðalfund.
- Jóna hefur samband við Auði sem fékk viðurkenningu FFF fyrir fyrirmyndarverkefni og býður henni að kynna verkefnið sitt á aðalfundinu.
- Önnur mál
- Velferðarráðuneytið senti erindi á fagfélagið til að upplýsa okkur um að nefnd hafi verið stofnuð sem ætlað er að vinna að snemmtækri íhlutun í málefnum barna á Íslandi. Jóna sendir svar frá fagfélaginu til að þakka fyrir að horft sé til frítímaþjónustu og okkur sé haldið upplýstum um vinnu í þágu málefna barna.
Fundi slitið kl. 13:35