Mættir eru: Gísli, Elísabet, Ágúst, Íris, Ásgerður, Peta og Birna
Miðvikudagur 5. janúar 2021
Fundur settur kl. 08:45
Staður: ZOOM
- Næsta fræðsla – Hringferð Austurland. Allur undirbúningur fyrir austan er kominn vel á veg og flug fyrir stjórnarmenn sem fara á austur verða bókuð í dag. Íris, Ásgerður og Birna fara fyrir hönd stjórnar.
- Jólaglögg og afhending viðurkenningar fyrir fyrirmyndarverkefni fór fram í desember og gekk vel þó fámennt hafi verið í salnum. Ef til vill má rekja það til kórónuveirufaraldursins.
- Fræðslur sem eftir eru í vetur.
- Umræðufundur um 10-12 ára starf. Birna sér um hann og er viðburðurinn er tilbúinn. Hún er að vinna í kynningu og ætlar að setja inn í viðburðinn betri lýsingu.
- Fræðsla um starf með eldri borgurum er á dagskrá í mars. Gísli sér um þá fræðslu og er að skoða nokkra möguleika á erindum, þar á meðal átaksverkefni á Norðurlandi og þróun Samfélagshúsa í Reykjavík.
- Hringferð FFF á Norðurland. Verður farið á Dalvík og mun Ágúst taka að sér undirbúning á þeirri fræðslu. Verður í sambandi við Gísla á Dalvík.
- Fræðsla um útinám er á dagskrá í maí þar sem planið er hádegisfundur utandyra, eitthvað hagnýtt og skemmtilegt gert þar og rætt um útinám. Skoða samstarf við MÚ um þessa fræðslu.
- Önnur mál.
- Félagið sendi inn umsókn um áskrift að styrkjum hjá Erasmus+ vegna reglulegra utanlandsferða ásamt annarra kostnaðarsamra verkefna. Umsóknarfrestur var á gamlársdag 2021 og niðurstöðu má vonandi vænta í janúar.
- VAXA verkefninu er enn haldið opnu á meðan verið er að skoða þá möguleika sem það felur í sér til framtíðar.
- Stjórnin ætlar að óska eftir fundi með nýjum skóla- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni til að ræða við hann málefni vettvangs frístunda- og æskulýðsstarfs.
Fundi slitið kl. 09:40