Fundur stjórnar 6. janúar 2021
Mættir: Peta, Gísli, Ágúst, Elísabet, Birna
Fundur settur kl. 10:35
- Staðan á næsta viðburði. Næsti viðburður félagsins er umræðufundur um frístundastarf fatlaðra barna, unglinga og ungmenna sem fer fram á Zoom þann 12. janúar nk. Ágúst stýrir þeim viðburði og setur upp viðburð á facebook og undirbýr.
- Sófinn. Íris og Ágúst fóru í „Sófann“, hlaðvarp Plússins sem fagfélagið verður hluti af. Ræddu þau mest um unglingalýðræði og gekk það bara vel. Þátturinn fer í loftið fljótlega.
- Boð um þátttöku í sam-evrópsku félagi frístundastarfsfólk. Til stendur að stofna samtökin European Network of National Youth Workers Associations sem á að vera sterkari sameiginlegur málsvari frístundastarfs í Evrópu. Þessi hugmynd varð til á nýafstaðinni ráðstefnu ECYC sem Guðmundur Ari sat. Stjórn felur Ágústi formanni að vinna áfram í þessu og sitja næsta fund þar sem rædd verða hlutverk samtakana, skilyrði fyrir inngöngu og þátttöku ásamt fleiru sem ræða þarf við stofnun samtaka sem þessara.
- Ráðstefna í Bonn, Þýskalandi. Ágúst fór á dögunum á fjarráðstefnu sem haldin var á dögunum þar sem m.a. skapaðist umræða meðal íslenskra þátttakenda (FFF, LUF, Samfés, Rannís o.fl.) að halda þyrfti málþing til þess að samræma hugtakanotkun og fleira á þessum vettvangi hér á landi.
- Greiðsla fyrir fræðslur. Peta ætlar að hafa samband við bankann og fá gjafakort sem verða gefin þeim sem hafa haldið fræðslur fyrir félagið í vetur. Einnig var ákveðið að útbúa smá þakkarkort frá félaginu eða eitthvað álíka sem fylgir með.
- Önnur mál.
- 103 hafa greitt félagsgjöld og 4 hafa verið niðurfelld.
Fundi slitið kl. 11:25