Mættir eru: Gísli, Elísabet, Ágúst, Íris og Peta
Mánudagur 31. janúar 2021
Fundur settur kl. 9:00
Staður: Kaffitár, Nýbýlavegi
- Ákveðið að setja hluta fjármagns félagsins í sjóð hjá Íslandsbanka.
- Næstu fræðslur
- Janúarfræðslu félagsins sem átti að fara fram á austurlandi var frestað fram í febrúar vegna faraldursins.
- Næsta fræðsla sem fer fram 16. febrúar er umræðufundur um málefni 10 – 12 ára starfs. Undirb´úningur á góðu r´´oli.
- Fræðsla félagsins í mars er um starf með eldri borgurum og er undirbúningur kominn vel á veg. Fræðslan verður í raunheimum en einnig verður streymt frá henni. Gísli vinnur í að finna sal.
- Í apríl verður síðasti hlekkur hringferðarinnar þar sem boðið verður upp á fræðslu á norðurlandi, nánar tiltekið á Dalvík.
2. Aðalfundur félagsins fer fram 28. apríl og fer Elísabet í að finna sal/húsnæði og undirbúa fundinn.
3. Ákveðið var að félagið myndi taka upp á því að veita einum fagmanni á vettvangi hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi starf á liðnu ári. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að óskað verður eftir tilnefningum frá félagsmönnum og Ágúst ætlar að taka að sér það verkefni.
4. Sótt verður um styrk frá Erasmus+ vegna áætlaðrar utanlandsferðar sem farið verður í næsta haust.
Fundi slitið kl. 10:28.