Mætt eru: Gísli, Elísabet, Ásgerður, Peta, Íris, Ágúst og Birna
Fimmtudagur 1. desember
Staður: Brauð og Co. á Laugavegi
Fundur settur kl. 9:00
- Síðasta fræðsla gekk vel og var góð mæting. Ábending barst frá gesti að gott hefði verið að stytta fyrirlesturinn/erindið sjálft og skapa þannig rými fyrir meiri umræður. Stjórn tekur þessa ábendingu til greina og hefur í huga við skipulag fræðsluerinda í framtíðinni.
- Næsti viðburður félagsins verður á föstudaginn 9. desember þar sem stjórn býður í jólaglögg og veitt verður viðurkenning fyrir fyrirmyndarverkefni tómstunda- og félagsmálafræðinnar. Skipulag gengur vel og verður viðburðurinn haldinn á KEX Hostel.
- Grein í fjölmiðla er í vinnslu og ætlar Ágúst að taka að sér að leggja lokahönd á hana og koma henni til skila.
- Dagskrá næsta árs er að taka á sig mynd og verður janúar til að mynda tileinkaður hinsegin málefnum og frístundastarfi. Stefnt á heimsókn til Hafnar og Vestmannaeyja og fræðslu um aðgengi í frístundastarfi.
- Námsferð félagsins verður farin í apríl 2023 og verður nefnd skipuð í janúar til að vinna að því.
- Lög félagsins eru í endurskoðun og stefnir stjórn á að halda vinnufund í seinni hluta janúar til að vinna í þeim málum.
- Gísli, Ágúst og Íris ætla að taka að sér að skrifa bréf til að fylgja eftir bréfi sem sent var á flokka í framboði til sveitastjórnar fyrr á árinu. Boðaður verður vinnufundur í desember.
- Tómstundadeginum var frestað til næsta árs og verður haldinn 28. janúar næstkomandi.
- Kjaramál. Stofnuð hefur verið fagdeild tómstunda- og félagsmálafræðinga innan Fræðagarðs og hefur einn fundur farið fram með tómstundafræðingum þar sem þeim gafst kostur til að koma áherslum sínum til skila.
Fundi slitið kl. 09:55