Fundur stjórnar 6. desember 2006

FFF fundur miðvikudaginn 6.desember kl. 9-11.00 í Selinu

Mættir: Trausti, Héðinn, Nilla, Margrét og Steingerður. 

1.mál                   Gjaldkeramál – fjármál

Styrkurinn:

Eigum eftir að fá greiðslu frá Vesturbyggð, Vopnafirði og Ítr.

Eigum eftir að greiða Ólöfu og Eddu útgáfu.

FFF reikningur:

Einstaklingar sem hafa skráð sig í félagið hafa ekki greitt félagsgjöld. Heimabankinn er ekki að virka þannig að ákveðið var að senda út greiðsluseðla til þeirra sem eiga eftir að greiða árgjaldið. – Héðinn sér um það.

2.mál                   FFF lógó

Annað félag er til sem heitir félag fagfólks í fjölskyldumeðferð og ber skammstöfunina FFF. Við aðhöfumst ekkert fyrr en formlegt erindi hefur borist til stjórnar.

3.mál                   “Verndum Þau”

Um 100 manns hafa sótt námskeiðið “Verndum Þau” á vegum fagfélagsins undanfarið. Samkvæmt matsblöðum telja þátttakendur námskeiðin vera fróðleg, áhugaverð, nauðsynleg og “skemmtileg”. Það er spurning um að fá fyrirlesarana til þess að vera með fleiri dæmin í sínum höndum sem hægt væri að nota og stilla inn á hópinn sem er að sækja námskeiðin.

Árið hefst með miklum látum þar sem búið er að bóka ein fjögur námskeið 11. og 12. janúar á Akureyri og ætlar Trausti að fara þangað fyrir hönd fagfélagsins. Búið er að bóka fleiri námskeið en það á eftir að staðfesta dagsetningar.

4.mál          Hádegisverðarfundir félagsins

18.janúar – fagvitund félagsmanna og umræða um félagið

Febrúar – Ítr og starfsramminn sem verið er að fara að gefa út. Kynning.

Aðrar tillögur: Náum áttum og Rauði Krossinn með innlegg um “Bara ef” verkefnið. Rannsóknir á störfum pedagoga og ledere (Trausti og Árni Jónsson).

5.mál          Heimasíðumál

Lítið að gerast á heimasíðunni. Við þurfum öll að taka okkur á í að setja inn eða senda efni á Trausta.

Héðinn og Trausti ætla að tala við tölvufyrirtækið vegna myndanna og lógó félagsins.

Setja frétt inn á heimasíðuna vegna hollvinafélagsins. – Trausti sér um það.

Magga er til í að selja lógó á síðuna. Verðhugmyndir koma frá henni á næsta stjórnarfundi.

Verum meðvituð! Verum fagleg! Verum vakandi!

7.mál          Nýjir félagsmenn

Kristrún Lilja Daðadóttir – samþykkt einróma af stjórn.

Ágústa H. Gísladóttir – samþykkt einróma af stjórn.

8.mál          Starfsdagur stjórnar í janúar 2007

Tillaga er lögð að laugardeginum 20.janúar.

Efni sem við þurfum að fara yfir á starfsdegi stjórnar:

Endurskoða starfsáætlun 2006-2007

Endurskoða fundartíma.

Hver er stefna fagfélagsins?

Hvernig getum við virkjað félagsmenn okkar?

Ætlum við til Finnlands? Hvenær og hvernig peningalega?

Hádegisverðarfundir/áhugi/spenna.

Málþing fyrir félagsmenn, í samstarfi við Fíæt, SamFés. Skoða þau mál.

9.mál          Jólahittingur stjórnar

                   Ákveðið var að hittast að heimili formanns, Steingerðar. Þriðjudaginn 12.desember kl. 20.00.

Fundi slitið kl. 11.10

Ritari

Nilla L. Einarsdóttir