Fundur stjórnar 4. mars 2013

Fagfélag fólks í frítímaþjónustu
Stjórnarfundur 4. mars 2013
Mættir: Hulda, Hrafnhildur, Elísabet og Guðrún.

1. Kompás – námskeið
Umræður um síðasta námskeið og punktar varðandi framhaldið.

Betra að vera í Gufunesbæ en í HÍ, betra umhverfi fyrir þessa fræðslu. Hefði þuft að koma nemunum betur inn í málin. Umræður. 33 voru á námskeiðinu en Pétur miðar við að ekki séu fleiri en 25 á hverju námskeiði. Spurning um að gera kröfu um að þátttakendur hafi lesið fyrstu 20 blaðsíðurnar áður en farið er á námskeiðið.

EP er með listann og netföng, Hulda tekur það og sendir á Helga til innheimtu. EP er búin að senda í síðustu viku á Helga vegna útlagðs kostnaðar í tengslum við Kompás á Akranesi í en hefur ekkert heyrt í honum.

Félagið kaupir gögn af Pétri Björgvini sem hann hefur notað í kennslunni. Hulda fer með punkta vegna námskeiðsins á fund með fræðslunefnd á fimmtudag.

2. Aðildarumsóknir

1) Sigrún Kristínardóttir Valsdóttir – samþykkt út frá menntun.

2) Guðmundur Ari Sigurjónsson – samþykkt út frá starfsreynslu.

3) Herdís Snorradóttir – samþykkt út frá starfsreynslu.

4) Þorleifur Örn Gunnarsson – samþykkt út frá menntun.

5) Tinna Heimisdóttir – samþykkt út frá menntun.

6) Álfheiður Ólafsdóttir – samþykkt út frá starfsreynslu.

7) Björg Blöndal – samþykkt út frá starfsreynslu.

3. Reynslumiðað nám í frístundastarfi
Tíu manns eru nú skráðir á námskeiðið þann 12. mars í Gufunesbæ. Námskeiðið lækkar í 18.000 fyrir félagsmenn en 23.000 fyrir aðra. Athuga skráningu á facebook og senda þeim póst og athuga hvort skráning standi. 15 manns er hámark í skráningu. EP sendir matsblöð á Huldu til að nota á námskeiðinu. Hulda fer sem fulltrúi stjórnar.

4. Æskulýðsvettvangurinn
Ætlar að sækja um styrk til að halda leiðbeinandanámskeið í Kompás og Compasito í haust. Þetta verður langt námskeið. Af hverju ekki að gera þetta í samstarfi? Umræður um málið. Fagfélagið hefur áhuga á að fá sæti á námskeiðinu. Elísabet hittir Ragnheiði og fer yfir þessi mál.

5. Frítíminn
Styrkumsókn barst vegna hýsingar á fritiminn.is – tæpar 19.000 krónur – umsóknin var samþykkt. Einnig er óskað eftir fulltrúa úr stjórn í ritnefnd. Umræður. Tilnefna eftir aðalfund. Hulda er til í að hitta þau aftur fram að því. Félagið fagnar þessu framtaki.

6. Skipunarbréf frá MRN
Þóra Melsted aðalfulltrúi og Þorvaldur til vara. Þetta er vegna ramma/laga vegna starfsemi frístundaheimilin. Umræða um starf hópsins.

7. Vinnustofur Kompás/Compasito
Gunnlaugur Bragi Bragason tekur að sér að vera með vinnustofuna 19. mars kl. 15-18.  Svo er 18. apríl næsta vinnustofa. Ásta Lára Jónsdóttir var til í að skoða að vera með vinnustofuna en verður þá að fara á vinnustofu hjá Gunnlaugi. Umræður um að fá þau til að vera saman með Kompás námskeið? Athuga með hvort Gufunesbær sé laus – Hulda í sambandi við Elísabetu vegna þessa. Sendum út auglýsingu sem fyrst. Um er að ræða vinnustofa fyrir þá sem hafa sótt Kompás námskeið. Skráning fyrir 13. mars á fyrri vinnustofuna og kostnaður 1000 krónur.

8. Stjórn
Umræður um aðalfund. 15. maí hentar betur en að halda fundinn viku síðar. Þarf að huga að fundastjóra o.fl. vegna fundarins. Guðrún sér um að finna og bóka fundastað.

9. Uppgjör til MRN
Löggildan endurskoðanda þarf til að votta að styrknum hafi verið rétt varið.  Guðrún athugar með verð.

Næsti fundur er 8. apríl 2013 kl. 11.15
Fundi slitið kl. 12:45
Guðrún ritar fundargerð