Fundur í stjórn Félagsfagfólks í frítímaþjónustu haldinn í Félagsmiðstöðinni Þebu, Kópavogi fimmtudaginn 23. ágúst og hófst fundurinn kl 13.00
Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir varaformaður, Andri Ómarsson umsjónarmaður heimasíðu/meðstjórnandi, Héðinn Sveinbjörnsson gjaldkeri, og Heiðrún Janusardóttir ritari. Auk þess mætti á fundinn Nilsína úr varastjórn.
Dagskrá fundarins:
1. Fara yfir starfsáætlun og setja í gang verkefni haustsins.
Rætt um heimasíðuna. Of oft sem hún er úti. Þurfum að skrifa hjá okkur þegar hún er í ólagi og láta vita. Andri fer af stað í bæklingagerð. Eygló og Steingerður fara af stað í að koma á fót fjölmiðlanefnd. Magga talar við Vöndu varðandi kynningu á félaginu fyrir nemendur í tómstundafræðum í KHÍ. Magga sendir út póst til félagsmanna og minnir á okkur.
Hádegisverðarfundir verða eins og áður 3.fimmtudag í mánuði og vilji til að halda áfram með fundina á Sólon. Magga athugar með það. Stefnt er þó að því að hafa 1. fund vetrarins 12. eða 13. sept vegna starfsdaga Samfés 21.sept. Vilji er fyrir að kanna samstarf við ,,Náum áttum” hópinn.
2. Verndum þau/ námskeið viðurkenningarskjöl, bækur o.fl.
Þorbjörg Sveinsd er tilbúin í áframhaldandi samstarf og reiknaði með því að Ólöf vilji það líka. Tvö námskeið á eftir að halda til að uppfylla samninginn við menntamálaráðuneytið og þegar er komin ósk um eitt námskeið. Nilsína kynnti viðurkenningarskjal sem þátttakendur á Verndum þau fá fyrir setu á námskeiðinu. Ákveðið að senda viðurkenningarskjölin á þá starfstaði sem sendu þátttakendur á námskeið. Nilsína og Andri klára hönnun á skjalinu.
3. Lög félagsins.
Eygló sagði frá rannsóknarvinnu sinni varðandi lögin. Núgildandi lög félagsins eru á heimasíðu félagsins. Stjórn leggur fram tímanlega fyrir næsta aðlafund tillögu að lagabreytingum.
4. Fundartímar vetrarins.
Þar sem stjórnarmenn sinna þessu á persónulegum forsendum er eðlilegt að fundartíminn sé utan vinnutíma. Ákveðið að hittast næst 5.sept kl 09.00 í Selinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 14.40
Heiðrún ritari