Fundur stjórnar 19. október 2010

Fundur stjórnar í Félagi fagfólks í frítímaþjónustu
þriðjudaginn 19. október kl. 17:00 í Hinu Húsinu

Mættir: Elísabet Pétursdóttir, Guðrún Björk Freysteinsdóttir, Hulda Valdís Valdimarsdóttir og Andri Ómarsson sem ritaði fundargerð. Einar Rafn og Helgi boðuðu forföll.

1. Niðurstöður viðhorfskönnunar til félagsmanna
Andri fór yfir niðurstöður viðhorfskönnunar sem var lögð fyrir félagsmenn í tölvupósti. Svarhlutfall er lélegt en svörin á jákvæðu nótunum. Rætt um mögulegar ástæður fyrir lélegu svarhlutfalli, er félagatalið hugsanlega vitlaust? Ákveðið að senda út ítrekun og reyna að fá fleiri svör.
2. Áherslur og áætlun stjórnar fram að næsta aðalfundi
Rætt um verkefni og vinnuramma fram að næsta aðalfundi.
Ráðstefna um æskulýðsrannsóknir: 5. nóvember. Umsjón: Elísabet
Hádegisverðarfundir
3. desember – tækifæri í erlendu samstarfi. Guðrún Björk athugar með stað, Elísabet sér um fyrirlesara.
Næstu fundir í febrúar og apríl.
Önnur verkefni: Kompás fræðsluröð, útgáfa fagrits fyrir aðalfund, reglulegar útsendingar á vefriti og uppfærslur á heimasíðu, hafa samband við félagsmenn og uppfæra félagatala og afla nýrra félaga.
3. Ráðstefna um æskulýðsrannsóknir
Haldin 5. nóvember í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. FFF sér um skráningu og innheimtu ráðstefnugjalda. Ath. með möppur, skráningarblað í félagið, setja upp dagskrá dagsins, powerpoint með dagskrá, matur, kaffiveitingar, nafnspjald og fl.
4. Kompás
FFF hefur sótt formlega um styrk til menntamálaráðuneytisins vegna framkvæmda á námskeiðum um mannréttindafræðsluefnið Kompás. Markmið námskeiðanna er að kynna og kenna hugmyndafræði Kompás til að gera fræðsluefnið aðgengilegra fyrir starfsfólk sem vinnur með ungu fólki á vettvangi frítímans. Áætlað er að halda fjögur námskeið víðsvegar um landið og eitt helgarnámskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að vera leiðbeinendur í Kompás.
5. Önnur mál
Tvö Verndum þau námskeið haldin á Hvammstanga í síðustu viku. Búið að bóka annað námskeið í Reykjavík.