Mætt eru: Ágúst, Eygló, Peta, Íris, John og Ása
Fimmtudagurinn 2. apríl 2024
Staður: Brauð og Co
Fundur settur kl. 08:30
- Síðasti viðburður; Lítil mæting á síðasta viðburð. Eygló veltir upp spurningunni um hvað við séum að gera til að auglýsa. Búið að vera lítil mæting á alla viðburði. Hvað getum við gert betur til að ná fólki inn? Það voru fjórir í sal á síðustu fræðslu og fimm í streymi á Zoom. Hvar stöndum við gagnvart vettvangi sem félag? Skiptum við einhverju máli?
- Umræðan hefur verið að sitjandi stjórn hefur fengið hrós fyrir aukinn sýnileika. Hringferðin var hluti af kynningarherferð. Hefur verið umræða um að fara með sambærilega kynningu inn í hverfin á höfuðborgarsvæðinu. Hver er ávinningurinn af því að vera meðlimur í FFF?
- Mikilvægt að flagga siðareglum FFF og taka þroskaþjálfa okkur til fyrirmyndar og hafa þær allstaðar. Það vantar klárlega að gefa þeim smá andlistlyftingu.
- Næsta fræðsla er í Hveragerði hjá Ingimar í Bungubrekku. 9. apríl. Íris kemst og John fer með. Íris er í sambandi við Ingimar um veitingamál – hvernig þau hagræða því.
- Eygló er með hugmynd; Búa til viðtalsröð. Taka viðtöl við tómstunda- og félagsmálafræðinga sem eru í “óhefðbundnum” störfum. Landspítalinn,
- Hólmavík föstudaginn 5. apríl, leggja af stað um 7:00; stefna á að vera komin þangað um 10:00. Áætluð heimkoma 17:00. Þau fá boð um að hitta Sveitastjórnina, athuga hvort þau séu með virkt ungmennaráð, mikilvægt að fá þeirra sýn á faglegt frístundastarf. Ester boðar foreldra til að fá þeirra hlið.
- Niðurstöður fundar með Leikskólafulltrúum í Hafnafirði. Þau eru búin að draga til baka, áttuðu sig á því að þetta var ekki almennilega að virka. Þetta snýst bara um orðanotkun, eru hætt að nota orðin faglegt frístundastarf en halda áfram með áframhaldandi skipulag.
- Hugmynd að kalla eftir hugmyndum frá félagsfólki um hverju fagfélagið ætti að vera beita sig fyrir. Kalla eftir því fyrir aðalfund, kalla eftir lagabreytingatillögum líka.
- Tillaga að rafrænum fundi til að fara yfir fundarsköp á aðalfundi 17. Apríl kl. 20:30
Fundi slitið kl. 10:15.