Fundur 25. mars 2014 í Miðbergi kl. 12
Mættir: Hulda, Bjarki, Guðmundur Ari, Elísabet og Guðrún.
1. Farið yfir stöðu verkefna af síðasta fundi: Verkefni almennt í góðum farvegi.
2. Rukkun félagsgjalda: Málinu vísað til næta fundar þar sem Helgi er ekki á fundinum.
3. Aðalfundur Fagfélagsins: Verður líklegast fimmtudaginn 22. maí n.k. en stjórn hefur 20. maí til vara. Tímasetningin verður sú sama og undanfarin ár eða kl. 17-19. Einnig væri gott ef fólk gæti haft lausan tíma eftir fundinn til að stefna á góða stund saman. Boða verður aðalfund með 30 daga fyrirvara og kynna verður lagabreytingar fyrir félagsmönnum með 2 vikna fyrirvara en senda á stjórn með 3 vikna fyrirvara. Stjórn þarf að auglýsa eftir framboðum til stjórnar. Send verður út gjöf til félagsmanna þar sem fundarboð aðalfundar verður ítrekað.
4. Lagabreytingartillögur: Hópur með Ara, Bjarka, Margréti og Árna Guðmunds. Ýmsar tillögur eru í farveginum. Umræður.
5. Félagsaðild: Umsókn liggur fyrir frá Eddu Ósk Einarsdóttir – umsóknin samþykkt.
6. Stefnumótun æskulýðsmála: Æskulýðsráð er á lokametrunum í stefnumótun. Óskað verður eftir að Ingibjörg Valgeirs komi á fund með stjórn og upplýsi um stöðuna.
7. Ráðuneytishópur um frístundaheimili: Umræður um þá hugmynd að staðsetja þetta mál í grunnskólalögum. Hulda búin að upplýsa fulltrúa FFF í hópnum (Þóra Melsted) um vangaveltur stjórnar varðandi þetta. Umræður og frekari vangaveltur; hvað felur það í sér? Er þetta skref fram á við? Breytist eitthvað við það? Hulda heyrir aftur í Þóru varðandi þetta.
8. MMR: Erlendur hafði samband vegna nokkurra mála sem hann hafði áhuga á að vita stöðuna á s.s. Kompás og Litli-Kompás, Erasmus + o.fl. Hulda svaraði honum – stefnt að fundi stjórnar í MMR í maí.
9. Kompás-mál: Ragnheiður hjá ÆV heyrði í bróður Péturs Björgvins sem var með námskeiðin og hann er tilbúinn að vera með sutt námskeið í Kompás. Hann er ekki þjálfari en hefur verið með bróður sínum með námskeið. Eins og rætt var síðast er líka möguleiki á að flytja inn leiðbeinanda í haust, það verður tekið fyrir á stjórnarfundi ÆV. Elísabet er búin að senda fjárhagsáætlun til Ragheiðar, sjáum hvað kemur út út því.
Næsti fundur verður þann 1. apríl kl. 12:00 í Hinu húsinum, fundarherbergi 2. hæð.
Fundargerð ritar Guðrún Björk Freysteinsdóttir