Innovation House, Seltjarnarnesi
Þriðjudaginn 12. maí 2020
Fundarstjóri: Ágúst Arnar Þráinsson
Fundarritari: Gísli Felix Ragnarsson
Formaður kynnir skýrslu stjórnar.
Bjarki Sigurjónsson hætti í stjórn í snemma hausts og í hans stað kom Elísabet Þóra Albertsdóttir inn í stjórn. Starf félagsins eftir áramót litaðist af óvenjulegum aðstæðum í samfélaginu og féllu niður fyrirhugaðar fræðslur vegna verkfalla og COVID-19 en vegna þessa eigum við inni þrjár fræðslur sem voru fyrirhugaðar í vor. Starfið þetta árið einkenndist því meira af þátttöku í ýmsum samstarfsverkefnum, gerð vinnureglna fyrir stjórn og samskiptum við bankann.
Guðmundur Ari kynnir stöðu samstarfsverkefna sem félagið er aðili að.
Bootcamp verkefnið
Verkefnið kláraðist á árinu og út frá því urðu til tvær afurðir:
- Bootcamp for youth workers er bók sem inniheldur grunnfærniþætti starfsfólks í frístundastarfi ásamt tímaseðslum svo lesandi geti kennt þá þætti.
- VAXA appið er önnur afurð verkefnisins. Það er app fyrir snjallsíma sem hugsað er sem leikjavætt símatstæki í frístundastarfi. Formaður og Guðmundur Ari stofnuðu fyrirtæki utan um appið og ef aðalfundur samþykkir þá verður FFF aðaleigandi og rekstraraðili fyrirtækisins.
Fagmennsku verkefnið
Samstarfsverkefni milli Ástralíu, Eistlands og Íslands sem FFF er aðili að. Afurðir verkefnisins munu m.a. verða rannsókn á viðhorfi til fagmennsku og siðareglna; grein um fagmennsku og siðareglur þar sem viðhorf, kenningar og ólíkar nálganir eru skoðaðar milli landa og handbók sem snýr að hagnýtingu siðareglna í starfi. Þá er einnig stefnt að því að endurskoða siðareglur FFF með niðurstöður verkefnisins að leiðarljósi.
Aðalfundur fagnar kynningunni með lófaklappi og samþykkir þar með eignarhald FFF á fyrirtækinu LifeQuest ehf.
Skýrsla stjórnar borin upp til samþykkis.
Skýrsla samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Ársreikningar
Gjaldkeri kynnir ársreikninga félagsins og ber þá fram til samþykktar. Ársreikningar eru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
Lagt er til að árgjaldið verði óbreytt til næsta árs, 2500 krónur og er það samþykkt.
Kosning stjórnar
Framboð í formannsembætti: Ágúst Arnar Þráinsson gefur kost á sér áfram. Ekkert mótframboð barst á fundi og er hann þar með sjálfkjörinn.
Tveir meðstjórnendur: Gísli Felix Ragnarsson og Elísabet Þóra Albertsdóttir bjóða sig fram til áframhaldandi setu. Enginn bauð sig fram á móti eru þau þar með sjálfkjörin.
Tveir varamenn: Birna Daðadóttir Birnir og Ásgerður Breiðfjörð Ólafsdóttir höfðu sent inn framboð fyrir fundinn. Ekkert mótframboð barst og voru þær þar með sjálfkjörnar.
Tveir skoðunarmenn reikninga: Hulda Valdís Valdimarsdóttir og Jón Grétar Þórsson bjóða sig fram áfram og eru þau þar með sjálfkjörin.
Lagabreytingar
Stjórn leggur fram tvær lagabreytingartillögur að þessu sinni.
Lagabreytingatillaga 1
1. Grein – Nafna og varnarþing
„Félagið heitir Félag fagfólks í frístundaþjónustu, skammstafað FFF. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.“
Grein var: „Félagið heitir Félag fagfólks í frítímaþjónustu, skammstafað FFF. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.“
Verði tillagan samþykkt verður einnig breyting á öðrum greinum lagana þar sem nafn félagsins kemur fram. Jakob Frímann tók til máls um tillöguna og vildi vekja umræður um þjónustuhugtakið í nafni félagsins en umræðan um hvort frístundastarf sé í raun þjónustustarf hefur oft komið upp.
Var tillagan svo borin upp í heild sinni til samþykktar og var hún samþykkt.
Lagabreytingatillaga 2
4.grein – Félagsaðild
Rétt til félagsaðildar eiga einstaklingar sem:
Lokið hafa háskólanámi í tómstunda- og félagsmálafræðum
Hafa starfað í 6 mánuði á vettvangi frítímans og skila inn vottun frá vinnuveitandaAukaaðild geta þeir sótt um sem stunda nám í tómstunda- og félagsmálafræði. Þeir hafa einungis áheyrnar-og tillögurétt á aðalfundi og greiða helming félagsgjalds.
Umsóknir um aðild eru afgreiddar af stjórn félagsins. Stjórnin tilnefnir málskotsnefnd ef þurfa þykir.
Stjórnin gerir tillögu að félagsgjaldi og er tillagan afgreidd á aðalfundi. Félagsgjald er innheimt einu sinni á ári miðað við 15. september.
Greiði félagsmaður ekki félagsgjaldið tvö ár í röð fellur hann út af félagaskrá.
Grein var:
4.grein – Félagsaðild
Rétt til félagsaðildar eiga einstaklingar sem:
Lokið hafa háskólanámi í tómstunda- og félagsmálafræðum
Hafa starfað í 6 mánuði á vettvangi frítímans og skila inn vottun frá vinnuveitanda
Aukaaðild geta þeir sótt um sem stunda nám í tómstunda- og félagsmálafræði. Þeir hafa einungis áheyrnar-og tillögurétt á aðalfundi og greiða helming félagsgjalds.
Umsóknir um aðild eru afgreiddar af stjórn félagsins. Stjórnin tilnefnir málskotsnefnd ef þurfa þykir.
Stjórnin gerir tillögu að félagsgjaldi og er tillagan afgreidd á aðalfundi. Félagsgjald er innheimt einu sinni á ári.
Greiði félagsmaður ekki félagsgjaldið tvö ár í röð fellur hann út af félagaskrá.
Jakob Frímann bar upp munnlega breytingartillögu við tillöguna um að bæta við „eða“ í liðnum um rétt til félagsaðildar. Breytingartillagan var samþykkt.
Var þá lagabreytingin borin upp með eftirfarandi hætti:
4.grein – Félagsaðild
Rétt til félagsaðildar eiga einstaklingar sem:
Lokið hafa háskólanámi í tómstunda- og félagsmálafræðum eða hafa starfað í 6 mánuði á vettvangi frítímans og skila inn vottun frá vinnuveitandaAukaaðild geta þeir sótt um sem stunda nám í tómstunda- og félagsmálafræði. Þeir hafa einungis áheyrnar-og tillögurétt á aðalfundi og greiða helming félagsgjalds.
Umsóknir um aðild eru afgreiddar af stjórn félagsins. Stjórnin tilnefnir málskotsnefnd ef þurfa þykir.
Stjórnin gerir tillögu að félagsgjaldi og er tillagan afgreidd á aðalfundi. Félagsgjald er innheimt einu sinni á ári miðað við 15. september.
Greiði félagsmaður ekki félagsgjaldið tvö ár í röð fellur hann út af félagaskrá.
Tillagan var samþykkt.
Önnur mál
Til stóð að ræða félagatal og framtíð félagsins en ákveðið var að fresta því og boða til félagsfundar um það mál sérstaklega.
Fulltrúar Menntavísindasviðs Háskóla Íslands kynntu nýjar leiðir í framhaldsnámi í Tómstunda- og félagsmálafræðum sem felast í nýjum diplómaleiðum. Stjórn þakkar kærlega fyrir þessa innkomu.
Fundi slitið.