Fundur stjórnar FFF haldin fimmtudaginn 28. apríl 2010 í Þorpinu Akranesi kl. 18:00.
Mættir: Einar Þórhallsson, Andri Ómarsson, Eygló Rúnarsdóttir, Þröstur Sigurðsson Helga Margrét Guðmundsdóttir, Heiðrún Janusar og Jóhannes Guðlaugsson, sem skrifaði fundargerð.
1. Eygló fór yfir efni fundarinns.
2. Aðalfundur
a. Skoða lögin
i. Breyta texta vegna kosningu stjórnar til tveggja ára.
ii. Frá síðasta aðalfundi var lagt til að stjórn undirbúi siðanefnd og gera breytingar á lögum í samræmi við það. Tillaga kom frá Einari að brot á siðareglum sé tilkynnt til stjórnar sem vísar málinu til siðanefndar. Stjórn tilnefnir siðanefnd í hverju máli ef þurfa þykir. Jói gerir tillögu að orðalagi vegna breytingu á lögum, gera nýja grein sem viðkemur siðanefnd.
iii. Bæta við 4.grein: Ef félagsmenn greiði ekki félagsgjöld tvö ár í röð falla þeir sjálfkrafa út af félagaskrá. Miklar umræður um þetta en samþykkt.
b. Ársskýrsla. Eygló gerir drög og sendir.
c. Stjórn fjallaði um félagsgjaldið. Umræður um hvort eigi að hækka eða lækka. Umræður um hvað er eftirsóknarvert fyrir félagsmanninn eins og td minnislykilinn. Rætt um það hvað er hægt að gera meira fyrir félagsmanninn td í fræðslu og gjöfum. Ákveðið að halda því óbreyttu. Nema að innheimtukostnaður er stjórnar, þe 2.500 kr.
d. Fara yfir félagatalið. Andri fer yfir og hefur lista yfir þá sem hafa greitt fyrirliggjandi á fundinum.
e. Andri klárar ársreikninganna og árshlutareikninginn fyrir endurskoðanda sem þarf að vera tilbúið til undirritunar fyrir fundinn.
f. Fundarstjóri, tillögur: Margrét Sigurðardóttir og Þóra Melsted. Eygló sér um þetta.
g. Fundarritari, tillaga: Jóhannes Guðlaugsson.
h. Kosning stjórnar. Einar og Andri eru kosnir til tveggja ára. Eygló gefur ekki kost á sér ásamt Jóa og Helgu. Þröstur hættir sem varamenn og Heiðrún skoðar málið fram að aðalfundi.
i. Skemmtiatriði – Búið að panta Markús Bjarnason sem verður á undan fundi. Ákveðið að greiða 10.000 kr.
j. Staðsetning – Kringlukráin (búið að panta).
3. Andri kom með hugmynd að koma á skráningu fyrir hádegisverðarfundi. Samþykkt.
4. Andri stakk upp á að gerð verði fjárhagsáætlun. Ákveðið að bíða með það.
5. Önnur mál
a. Málþingið. Þröstur sendir myndbandið með Dr. Broken Leg. Engin búin að vinna í staðsetningu. Tillaga til nýrrar stjórnar að stofna nefnd vegna málþings: Einar, Jói og Eygló.
b. Verndum þau. KFUM sendi öllum félagsmiðstöðvafólki póst um frítt námsekið. Ákveðið að tilkynna ráðuneytinu og námskeiðshöldurum að fagfélagið hætti afskiptum af námskeiðunum. Eygló ræðir málefnið við Erlend.
c. Gjafir til félagsmanna, ákveðið að gefa bókina Verndum þau.
d. Bréf frá Erlendi um seminar í Stassburg. Ákveðið að Eygló spyr hvort öruggt sé að Ísland hafi fulltrúa og hvernig hægt sé að sækja um.
e. Starfsheiti. Helga lagði fram niðurstöðu könnunarinnar sem send var á sveitafélögin Ísafjörð, Skagafjörður, Fljótsdalshérað, Grindavík og Seltjarnanes. Helga sendir ítrekun til sveitafélaganna sem eiga eftir að svara. Ákveðið að Helga haldi verkinu áfram og Heiðrún kemur inn í málið til að tengja nefnd á vegum FÍÆT við verkefnið. Mikilvægt að ákveða hvernig niðurstöðurnar nýtast til samræmingar í framtíðinni.
f. Siðareglurammar. Farið yfir listann.
6. Andri gerir tillögu að Outcome-könnun.
7. Stjórnarmeðlimir sendi formanni tillögur að framtíðarþróunn félagsinns fyrir miðvikudaginn 5.apríl.
Næsti fundur er aðalfundur.
Fundi slitið 21:40