Fréttir

  • FYRIRHUGAÐUR NIÐURSKURÐUR Í FÉLAGS- OG TÓMSTUNDASTARFI Á ÁLFTANESI

    Fagfélagið ítrekar áskorun sína til sveitarfélagsins og eftirlitsnefndarinnar Félag fagfólks í frítímaþjónustu hefur sent sveitarfélaginu Álftanesi og eftirlitsnefnd sveitarfélaga ítreknun á áskorun félagsins sem send var öllum sveitarfélögum í ágúst síðastliðnum. Tilefnið eru fréttir um vanda sveitarfélagsins og fyrirhugaðan niðurskurð í félags-og tómstundastarfi og uppsagnir á starfsfólki.

    Lesa meira

  • ÞÉTTBÝLISLIST TIL UMFJÖLLUNAR Á HÁDEGISVERÐARFUNDI

    Á hádegisverðarfundi Félags fagfólks í frítímaþjónustu föstudaginn 26. febrúar sl. fjallaði Marlon Lee Úlfur Pollock um þéttbýlislist sem jafnframt hefur gengið undir nafninu urban culture eða jaðarmenning manna á milli á Íslandi. Marlon kynnti fyrir fundargestum helstu strauma og stefnur, ólíka miðla s.s. rapp og break, en meginumfjöllunarefnið var graffiti eða veggjalist. Hann leiddi fundargesti…

    Lesa meira

  • TÍMINN EFTIR SKÓLANN SKIPTIR LÍKA MÁLI

    Á ráðstefnu um íslenskar æskulýðsrannsóknir 5. nóvember síðastliðinn flutti Amalía Björnsdóttir, dósent í aðferðafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, áhugavert erindi um tómstundir og frítíma nemenda í 1., 3., 6. og 9. bekk grunnskóla. Í Netlu – veftímariti um uppeldi og menntun – er að finna ritrýnda grein eftir Amalíu, Baldur Kristjánsson og Börk Hansen um…

    Lesa meira

  • GÓÐUR HÁDEGISVERÐARFUNDUR UM STÖÐU FRÍSTUNDAÞJÓNUSTU

    Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, var gestur á fyrsta hádegisverðarfundi FFF þetta haustið föstudaginn 20. nóvember. Til fundarins mættu rúmlega 20 manns. Halldór sagði að staða sveitarfélaga væri mikið breytt eftir hrun. Markmiðið væri þó að grunnþjónusta skerðist ekki. Hvað grunnþjónusta er hefur hinsvegar verið ágreiningsefni og því var Guðjón Bragason, lögfræðingur, fenginn til…

    Lesa meira

  • ÁHYGGJUR AF ORKUDRYKKJANOTKUN BARNA OG UNGLINGA

    Fagfólk í frítímaþjónustu virkt í umræðunni Töluverð umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga og vikur um neyslu barna og unglinga á orkudrykkjum, einkum í félags- og tómstundastarfi. Þeir sem starfa á vettvangi frítímans og hafa forvarnir sem einn af meginþáttum í sínu starfi hafa verið áberandi í þeirri umræðu. Í 3. tölublaði Neytendablaðsins árið…

    Lesa meira

  • FÉLAGS- OG TÓMSTUNDANÁM Í BORGARHOLTSSKÓLA

    Nám með starfi á sviði frístundafræða Borgarholtsskóli er enn að taka við umsóknum í Félags- og tómstundanám sem þeir eru að fara af stað með í samstarfi við ÍTR. Um er að ræða 34 eininga brúarnám sem hefst í fyrsta skipti nú um mánaðarmótin ágúst-september og því þurfa áhugasamir að hafa hraðann á. Meðfylgjandi er…

    Lesa meira

  • TIL SVEITARSTJÓRNA Á ÍSLANDI

    Stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu hefur sent sveitarstjórnum á Íslandi eftirfarandi áskorun: “Félag fagfólks í frítímaþjónustu skorar á sveitarstjórnir að standa vörð um starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila fyrir börn og unglinga á þeim umbrota- og óvissutímum sem Íslendingar lifa nú og tryggja um leið jöfn tækifæri til þátttöku í fjölbreyttu frítímastarfi. Félagið varar við afleiðingum…

    Lesa meira

  • FRÉTTATILKYNNING FRÁ FFF

    Tímamót hjá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu  Aðalfundir félagasamtaka þykja alla jafna ekki jafnáhugavert umfjöllunarefni fjölmiðla og aðalfundir fjárfestingarfélaga eða stórfyrirtækja. Félag fagfólks í frítímaþjónustu hefur þó mikinn metnað og er stolt af störfum sínum þrátt fyrir ungan aldur. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Reykjavík á fjögurra ára afmælisdegi þess þann 28. maí síðast…

    Lesa meira

  • SIÐARELGUR SAMÞYKKTAR Á AÐALFUNDI FÉLAGSINS

    Siðareglur félagsins voru samþykktar á aðalfundi félagsins 28. maí 2009. Þær leysa af hólmi drög að siðareglum sem félagið hefur stuðst við frá stofnun þess 2005. Siðareglurnar er að finna hér að ofan undir liðnum “Um félagið”.

    Lesa meira

  • ÁRNI Í SAMFÉLAGINU Í NÆRMYND Í FRAMHALDI AF HÁDEGISVERÐARFUNDI

    Mánudaginn 16. mars var viðtal við Árna Guðmundsson, námsbrautarstjóra í tómstunda-og félagsmálafræðum í Samfélaginu í nærmynd á Rás 1. Tilefnið var erindi hans, “Er kreppan bara krónur og aurar?” á hádegisverðarfundi félagsins föstudaginn 13. mars. Eins og vænta mátti var viðtalið áhugavert og Árni talaði máli barna og unglinga í því óvissuástandi sem nú ríkir…

    Lesa meira