Fréttir

  • Dagskrá vetrarins 2018-2019

    Á starfsdegi stjórnar var lagður grunnur að dagskrá fagélagsins fyrir þennan vetur og var hún frumsýnd á starfsdögum Samfés sem haldnir voru 13. og 14. september. Þar var plakati með dagskránni dreift til félagsmanna og annarra áhugasamra ásamt því sem stjórn hélt örfyrirlestur um félagið, starfsemi þess og verkefni næstu missera. Plakatið ætti nú að…

    Lesa meira

  • Frístundir og fagmennska – Rit um málefni frítímans er komið út

    Nú er stór áfangi í höfn en Frístundir og fagmennska – Rit um málefni frítímans er komið út. Ritið er gefið út af Félagi fagfólks í frítímaþjónustu, Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi og Rannsóknarstofu í tómstundafræði með stuðningi Æskulýðsráðs, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bakhjarlssjóðs Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Fyrirhugað er að gefa ritið út…

    Lesa meira

  • Hvað er stafræn borgaraleg vitund og af hverju eigum við að vera meðvituð um það í frístundastarfi?

    Fyrsta hádegisfræðsla FFF á árinu 2017 er með yfirskriftinni: “Hvað er stafræn borgaraleg vitund og af hverju eigum við að vera meðvituð um það í frístundastarfi?” og “Samskiptamiðlar og starfsfólk – hvað ber að hafa í huga” Umsjónarmenn fræðslunnar eru þær Þórunn Vignisdóttir og Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir. Virkilega áhugaverð fræðsla fyrir fólk sem starfar með…

    Lesa meira

  • Fyrsti stjórnarfundur IFS Norden

    Síðastliðna mánuði hefur stjórn FFF unnið að stofnun IFS Norden sem eru regnhlífarsamtök fyrir hverfamiðstöðvar á Norðurlöndunum og starfsfólk þeirra. Hverfamiðstöðvar eru þekkt fyrirbæri út allan heim þó hugmyndafræðin hafi aldrei verið alveg sú sama á Íslandi. Í grunninn vinna hverfamiðstöðvarnar að sömu markmiðum og Íslenskt tómstundastarf þar sem markmiðin eru að virkja borgarana til þátttöku,…

    Lesa meira

  • Starfsáætlun stjórnar FFF 2015-2016

    Starfsáætlun stjórnar fyrir veturinn 2015/2016. Starfsáætlun þessi var útbúin á starfsdegi stjórnar föstudaginn 28. ágúst 2015. Það má með sanni segja að það sé skemmtilegur vetur framundan! Fræðslumál Skipa öfluga fræðslunefnd Halda tvo hádegisfundi á önn Halda námskeið í samstarfi við Háskólann Halda grunnámskeið í fagstarfi á frístundaheimilum Markaðsmál Vera virk í markaðssetningu á félaginu…

    Lesa meira

  • FFF opnar skrifstofu

    Stjórn FFF samþykkti á starfsdegi stjórnar sem fram fór föstudaginn 28. ágúst á KEX Hostel að greiða formanni tímabundið laun í 6 mánuði sem nemur 15% starfi. Verkefni þetta er hugsað sem tilraun fyrir félagið að sækja um styrki og leita að fjármagni til að reka félagið framvegis með starfsmann í vinnu. Eins og samþykkt…

    Lesa meira

  • Risa tækifæri framundan fyrir FFF

    Félag fagfólks í frítímaþjónustu skellti sér í námsferð til Stokkhólms dagana 25.-28. mars. Verkefnið var unnið í samstarfi við Fritidsforum en það eru sænsk samtök sem eru einskonar samblanda af FFF og Samfés. Fritidsforum vinnur þó þvert á allan aldur og meðlimir samtakana eru samtök og stofnanir en ekki einstaklingar. Í ferðina héldu 22 meðlimir…

    Lesa meira

  • Skráning í Svíþjóðarferð FFF 2015

    Hér fer fram skráning í Svíþjóðarferð FFF sem farið verður í 25. mars 2015. Fimmtán pláss eru laus og er skráningargjaldið 5000 krónur. Sendur verður póstur á alla sem skrá sig og þeir fyrstu 15 beðnir um að millifæra inn á fagfélagið og hinir fá póst um að þeir séu komnir á biðlista.   Loading…

    Lesa meira

  • Hádegisverðarfundur 18. nóvember

    Staða og starfsumhverfi tómstundafræðinga og fagfólks á vettvangi frítímans er viðfangsefni næsta hádegisverðarfundar FFF sem haldinn verður þriðjudaginn 18. nóvember kl. 11:45 á Sólon, Bankastræti 5 í Reykjavík. Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður FFF, Jakob Frímann Þorsteinsson, námsbrautarstjóri tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og Andri Ómarsson, formaður Stéttarfélags tómstundafræðinga, munu flytja stutt innlegg og í framhaldi…

    Lesa meira

  • Námskeið í að nota Litla Kompás

    Í tilefni af útgáfu bókarinnar Litli kompás, handbók um mannréttindamenntun fyrir börn á aldrinum 7 – 13 ára, stendur Æskulýðsvettvangurinn og Félag fagfólks í frítímaþjónustu með stuðningi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir fimm námskeiðum í notkun á bókinni. Litli kompás er handbók um mannréttindamenntun fyrir börn sem nýtist fagfólki í æskulýðsmálum og öllum þeim sem…

    Lesa meira