Fréttir

  • Frístundir og fagmennska – Rit um málefni frítímans er komið út

    Nú er stór áfangi í höfn en Frístundir og fagmennska – Rit um málefni frítímans er komið út. Ritið er gefið út af Félagi fagfólks í frítímaþjónustu, Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi og Rannsóknarstofu í tómstundafræði með stuðningi Æskulýðsráðs, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bakhjarlssjóðs Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Fyrirhugað er að gefa ritið út…

    Lesa meira

  • Hvað er stafræn borgaraleg vitund og af hverju eigum við að vera meðvituð um það í frístundastarfi?

    Fyrsta hádegisfræðsla FFF á árinu 2017 er með yfirskriftinni: “Hvað er stafræn borgaraleg vitund og af hverju eigum við að vera meðvituð um það í frístundastarfi?” og “Samskiptamiðlar og starfsfólk – hvað ber að hafa í huga” Umsjónarmenn fræðslunnar eru þær Þórunn Vignisdóttir og Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir. Virkilega áhugaverð fræðsla fyrir fólk sem starfar með…

    Lesa meira

  • Fyrsti stjórnarfundur IFS Norden

    Síðastliðna mánuði hefur stjórn FFF unnið að stofnun IFS Norden sem eru regnhlífarsamtök fyrir hverfamiðstöðvar á Norðurlöndunum og starfsfólk þeirra. Hverfamiðstöðvar eru þekkt fyrirbæri út allan heim þó hugmyndafræðin hafi aldrei verið alveg sú sama á Íslandi. Í grunninn vinna hverfamiðstöðvarnar að sömu markmiðum og Íslenskt tómstundastarf þar sem markmiðin eru að virkja borgarana til þátttöku,…

    Lesa meira

  • Starfsáætlun stjórnar FFF 2015-2016

    Starfsáætlun stjórnar fyrir veturinn 2015/2016. Starfsáætlun þessi var útbúin á starfsdegi stjórnar föstudaginn 28. ágúst 2015. Það má með sanni segja að það sé skemmtilegur vetur framundan! Fræðslumál Skipa öfluga fræðslunefnd Halda tvo hádegisfundi á önn Halda námskeið í samstarfi við Háskólann Halda grunnámskeið í fagstarfi á frístundaheimilum Markaðsmál Vera virk í markaðssetningu á félaginu…

    Lesa meira

  • FFF opnar skrifstofu

    Stjórn FFF samþykkti á starfsdegi stjórnar sem fram fór föstudaginn 28. ágúst á KEX Hostel að greiða formanni tímabundið laun í 6 mánuði sem nemur 15% starfi. Verkefni þetta er hugsað sem tilraun fyrir félagið að sækja um styrki og leita að fjármagni til að reka félagið framvegis með starfsmann í vinnu. Eins og samþykkt…

    Lesa meira

  • Risa tækifæri framundan fyrir FFF

    Félag fagfólks í frítímaþjónustu skellti sér í námsferð til Stokkhólms dagana 25.-28. mars. Verkefnið var unnið í samstarfi við Fritidsforum en það eru sænsk samtök sem eru einskonar samblanda af FFF og Samfés. Fritidsforum vinnur þó þvert á allan aldur og meðlimir samtakana eru samtök og stofnanir en ekki einstaklingar. Í ferðina héldu 22 meðlimir…

    Lesa meira

  • Skráning í Svíþjóðarferð FFF 2015

    Hér fer fram skráning í Svíþjóðarferð FFF sem farið verður í 25. mars 2015. Fimmtán pláss eru laus og er skráningargjaldið 5000 krónur. Sendur verður póstur á alla sem skrá sig og þeir fyrstu 15 beðnir um að millifæra inn á fagfélagið og hinir fá póst um að þeir séu komnir á biðlista.   Loading…

    Lesa meira

  • Hádegisverðarfundur 18. nóvember

    Staða og starfsumhverfi tómstundafræðinga og fagfólks á vettvangi frítímans er viðfangsefni næsta hádegisverðarfundar FFF sem haldinn verður þriðjudaginn 18. nóvember kl. 11:45 á Sólon, Bankastræti 5 í Reykjavík. Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður FFF, Jakob Frímann Þorsteinsson, námsbrautarstjóri tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og Andri Ómarsson, formaður Stéttarfélags tómstundafræðinga, munu flytja stutt innlegg og í framhaldi…

    Lesa meira

  • Námskeið í að nota Litla Kompás

    Í tilefni af útgáfu bókarinnar Litli kompás, handbók um mannréttindamenntun fyrir börn á aldrinum 7 – 13 ára, stendur Æskulýðsvettvangurinn og Félag fagfólks í frítímaþjónustu með stuðningi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir fimm námskeiðum í notkun á bókinni. Litli kompás er handbók um mannréttindamenntun fyrir börn sem nýtist fagfólki í æskulýðsmálum og öllum þeim sem…

    Lesa meira

  • Spennandi ár framundan hjá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu

    Nú þegar sumarið fer að líða undir lok og fólk mætir aftur til vinnu eftir sumarfrí þá fer starfsemi Félags fagfólks í frítímaþjónustu á fullt. Við í stjórn FFF ásamt nefndum höfum verið útbúa starfsáætlun fyrir veturinn og hefur hann sjaldan litið jafn vel út. Nú þegar er skráning hafin á námskeið fyrir leiðbeinendur í…

    Lesa meira