Framvegis – miðstöð um símenntun stendur fyrir nokkrum námskeiðum sem sérstaklega henta starfsfólki í æskulýðsstarfi. Nánari upplýsingar á www.framvegis.is
Starfsaðferðir í æskulýðs- og félagstarfi
9 stundir
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vinna í félagsstarfi með ungu fólki s.s. í félagsmiðstöðvum, skólum og öðru félagsstarfi. Farið er yfir helstu aðferðir í hópastarfi og fjallað um helstu kenningar á þessu sviði.
Leiðbeinandi: Árni Guðmundsson M.Ed
Dagssetningar 13. og 14 febrúar kl 17 – 20.
Verð: 13.000 kr.
Frá hugmynd til framkvæmdar – verkefnastjórn æskulýðs- og menningarmála
4 stundir
Námskeið þetta er tilvalið fyrir alla þá sem hafa með höndum skipulagningu atburða. Á námskeiðinu er tekið fyrir hvernig best er að skipuleggja atburði frá fyrstu hugmynd til framkvæmdar.
Leiðbeinandi: Geir Bjarnason B.Ed og forvarnafulltrúi
19. mars kl. 17:00-20:00
Verð: 6.000 kr.
Samskipti við börn og unglinga
9 stundir
Námskeiðið er ætlað ófaglærðum starfsmönnum skóla, annarra uppeldisstofnana sem og öllum þeim sem eiga í starfi sínu samskipti við börn og unglinga. Farið er yfir helstu þroskaskeið bernskunnar og hvernig hægt er að nýta sér þá þekkingu í farsælum samskiptum við börn og unglinga.
Leiðbeinandi: Haukur Haraldsson sálfræðingur
Dagssetningar 28. og 29. mars kl 17-20
Verð: 13.000 kr.
Framvegis, miðstöð um símenntun er sjálfstætt fræðslufyrirtæki í eigu Verzlunarskóla Íslands, BSRB, Sjúkraliðafélags Íslands, SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Framvegis vinnur auk þess í nánu samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla, Fræðslusetrið Starfsmennt, Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og fleiri aðila. Framvegis hefur fram að þessu lagt höfuðáherslu á símenntun stétta í heilbrigðis- og félagsþjónustu, en þjónusta við aðrar starfsstéttir eins og starfsfólk í skrifstofu-, verslunar- og þjónustustörfum kemur til með að verða stærri þáttur í starfsemi Framvegis á næstu misserum.
Framvegis er í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar landsins, sem eru 9 talsins og eru sum námskeið kennd í gegnum fjarfundabúnað til fræðslumiðstöðvanna utan höfuðborgarsvæðisins.
Árni Guðmundsson
framkvæmdastjóri
Framvegis – miðstöð um símenntun
[email protected]
www.framvegis.is