Stjórn FFF samþykkti á starfsdegi stjórnar sem fram fór föstudaginn 28. ágúst á KEX Hostel að greiða formanni tímabundið laun í 6 mánuði sem nemur 15% starfi. Verkefni þetta er hugsað sem tilraun fyrir félagið að sækja um styrki og leita að fjármagni til að reka félagið framvegis með starfsmann í vinnu. Eins og samþykkt var á síðasta aðalfundi mun stjórn vinna með Fritidsforum að umsókn um Strategic partnership styrk sem innifelur m.a. rekstrarstyrk til tveggja ára.
Fyrsta verkefni formanns sem starfsmaður fyrir félagið var að fá skrifstofuaðstöðu í Hinu húsinu endurgjaldlaust til áramóta. Við þökkum Markúsi forstöðumanni og öllum í Hinu húsinu kærlega fyrir að hýsa samtökin á meðan unnið er að þessu verkefni. Með skrifstofunni fylgir fundaraðstaða og aðgangur að upplýsingamiðstöðinni til að halda viðburði og fræðslufundi.
Formaður mun vera á skrifstofunni mánudags- og miðvikudagsmorgna og hægt er að fá fund með honum með að senda póst á [email protected]
Það eru spennandi tímar framundan en von bráðar birtir stjórn starfsáætlun og fræðsluáætlun 2015/2016.
Allir flottir