FÉLAGS- OG TÓMSTUNDANÁM Í BORGARHOLTSSKÓLA

Nám með starfi á sviði frístundafræða
Borgarholtsskóli er enn að taka við umsóknum í Félags- og tómstundanám sem þeir eru að fara af stað með í samstarfi við ÍTR. Um er að ræða 34 eininga brúarnám sem hefst í fyrsta skipti nú um mánaðarmótin ágúst-september og því þurfa áhugasamir að hafa hraðann á. Meðfylgjandi er bæklingur um námið en einnig er að finna mikið af upplýsingum um skipulag þess inni á heimasíðunnihttp://dreifnam.multimedia.is.Kröfur eru settar um 22 ára aldur nemenda, a.m.k. þriggja ára starfsreynslu ásamt því að nemendur þurfa að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra sambærilegra aðila. Þeir nemendur sem ekki uppfylla skilyrði um námskeiðsfjölda verður boðið upp á námskeið í sambærilegum áföngum ef nægt þátttaka er fyrir hendi.

Áhugasamir geta haft samband við Þórkötlu Þórisdóttur í Borgarholtsskóla í síma 535-1700 og [email protected]

Kynningarbækling um námið má nálgast hér.