Annar hádegisverðarfundur vetrarins var haldinn á Kaffi Sólon fimmtudaginn 18. október. Þar kynnti Gísli Árni Eggertsson, MA í lýðheilsufræðum og skrifstofustjóri hjá ÍTR, lokaverkefni sitt, “Er ég hverfið mitt?” Þar fjallar Gísli Árni um áhættuþætti hvað varðar félagslega einangrun unglinga og ber saman niðurstöður könnunar meðal unglinga í tveimur hverfum í Reykjavík.
Fundurinn var vel sóttur og var almenn ánægja með erindi Gísla Árna. Næsti hádegisverðarfundur félagsins verður 15. nóvember á Kaffi Sólon kl. 12:00. Þá mun Heiðrún Janusardóttir fjalla um félagsfærnihópa í félagsmiðstöðvum.