Á starfsdegi stjórnar var lagður grunnur að dagskrá fagélagsins fyrir þennan vetur og var hún frumsýnd á starfsdögum Samfés sem haldnir voru 13. og 14. september. Þar var plakati með dagskránni dreift til félagsmanna og annarra áhugasamra ásamt því sem stjórn hélt örfyrirlestur um félagið, starfsemi þess og verkefni næstu missera. Plakatið ætti nú að vera komið í tölvupósti til skráðra félaga í fagfélaginu og hvetjum við alla til að prenta það út og hengja upp á góðum stað.
Við þessa dagskrá má einnig bæta að nýverið sótti félagið um styrk fyrir námsferð til Finnlands þar sem áætlað er að heimsækja Setlementti samtökin næsta vor. Nánari upplýsingar um þá fyrirhuguðu ferð má sjá í fundargerð frá stjórnarfundi í október sem finna má hér á síðunni.
Fyrir þá sem ekki komust á starfsdagana eða vinna á öðrum vettvangi frítímans deilum við plakatinu einnig með ykkur hér.