Uncategorized

  • FRÍTÍMI FYRIR ALLA – HÚS FRÍTÍMANS Á SAUÐÁRKRÓKI

    Vel heppnaður hádegisverðarfundur Fyrsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu á árinu fór fram í hádeginu í dag, föstudaginn 22. janúar á Manni lifandi í Borgartúni í Reykjavík. Þau Ivano Tasin, forstöðumaður Húss frítímans og María Björk Ingvadóttir, Frístundastjóri í Skagafirði, kynntu starfsemi Húss frítímans þar sem ný sýn á forvarnir, frístundastarf og samveru allra aldurshópa…

    Read More

  • NÆSTI HÁDEGISVERÐARFUNDUR – 16. JANÚAR

    Næsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu verður föstudaginn 16. janúar á Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Þar mun Ragnheiður E. Kjartansdóttir, tómstunda-og félagsmálafræðingur, fjalla um lokaverkefni sitt til B.A. prófs við tómstunda-og félagsmálafræði við KHÍ, „Eruð þið ekki bara alltaf að leika ykkur? : hugmyndir og þekking unglinga á starfsemi félagsmiðstöðva“. Að loknu erindi gefst…

    Read More

  • HÁDEGISVERÐARFUNDUR 7. NÓVEMBER

    Fyrsti hádegisverðarfundur vetrarins er í seinna fallinu í ár, föstudaginn 7. nóvember kl. 12:00 á Horninu, Hafnarstræti. Þar mum Aldís Yngvadóttir, ritstjóri hjá Námsgagnastofunun, kynna Kompás sem er veglegur fræðslubanki fyrir mannréttindafræðslu sem er kærkomið efni fyrir fagfólk á vettvangi frítímans. Sum ykkar kannast eflaust við enska útgáfu efnisins en Menntamálaráðuneytið fól Námsgagnastofunun að staðfæra og…

    Read More

  • VIRÐING OG FAGMENNSKA – Á VETTVANGI FRÍTÍMAÞJÓNUSTUNNAR

    Næsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu verður fimmtudaginn 27. mars kl. 12 -13 í Litlu Brekku við Bankastræti – ATH BREYTT STAÐSETNING frá fyrri fundum! Þar mun dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor í uppeldis-og menntunarfræði við HÍ, flytja erindi með yfirskriftinni Virðing og fagmennska – Á vettvangi frítímaþjónustunnar. Erindið byggir Sigrún á áralöngum rannsóknum sínum meðal…

    Read More

  • VINAHÓPAR

    Á síðasta hádegisverðarfundi FFF fjallaði Heiðrún Janusardóttir, verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála hjá Akranesbæ og ritari FFF, um svokallaða vinahópa: hópastarf sem miðar að því að veita stuðning og félagslega þjálfun þeim krökkum sem á einhvern hátt standa höllum fæti félagslega. Rúmlega 20 félagsmenn sóttu fundinn, hlýddu á erindi Heiðrúnar og gæddu sér á gómsætum mat. Hún…

    Read More

  • UNGT FÓLK 2007 GRUNNSKÓLANEMAR

    Menntamálaráðuneyti boðar til kynningarfundar, miðvikudaginn 14. nóvember 2007, þar sem starfsfólk Rannsóknar & greiningar, dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarforseti Kennslufræða- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, Álfgeir Logi Kristjánsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar & greiningar, munu kynna helstu niðurstöður rannsóknarinnar „Ungt fólk…

    Read More

  • ER ÉG HVERFIÐ MITT?

    Annar hádegisverðarfundur vetrarins var haldinn á Kaffi Sólon fimmtudaginn 18. október. Þar kynnti Gísli Árni Eggertsson, MA í lýðheilsufræðum og skrifstofustjóri hjá ÍTR, lokaverkefni sitt, “Er ég hverfið mitt?” Þar fjallar Gísli Árni um áhættuþætti hvað varðar félagslega einangrun unglinga og ber saman niðurstöður könnunar meðal unglinga í tveimur hverfum í Reykjavík. Fundurinn var vel sóttur og…

    Read More

  • FFF VERÐUR HLUTI AF NÁUM ÁTTUM HÓPNUM

    Náum áttum hópurinn hefur samþykkt erindi Félags fagfólks í frítímaþjónustu að samstarfshópnum. Erindið fékk jákvæða umfjöllun á fundi hópsins og fagfélagið hefur verið boðið velkomið til samstarfs. Náum áttum hópurinn er opinn samstarfshópur um fræðslu- og fíkniefnamál með þátttöku Landlæknisembættisins, Lýðheilslustöðvar, Félags grunnskólakennara, Ríkislögreglustjóra, Barnaverndarstofu, Ný leið ráðgjöf, Rannsóknarstofa um mannlegt atferli – Háskóla Íslands, Forvarnanefnd…

    Read More

  • KÆRU FÉLAGAR

    Fyrsti fundur stjórnar Félags Fagfólks í Frítímaþjónustu eftir sumarfrí var haldinn þann 23. ágúst. Á fundinum var farið yfir starfsáætlun vetrarins 2007-2008 og önnur verkefni sem eru í gangi frá síðastliðnum vetri, s.s námskeiðin Verndum Þau. Það var ákveðið að halda áfram með hádegisverðafundi í vetur enda góður vettvangur fyrir félagsmenn að stinga saman nefjum og hlýða á áhugaverð erindi…

    Read More

  • ALÞINGI SAMÞYKKIR NÝ ÆSKULÝÐSLÖG

    Uppfærð útgáfa með Æskulýðslögum   Nú hefur Alþingi íslendinga samþykkt ný æskulýðslög. Stjórn félagsins voru á sínum tíma send drögin að lögunum til umsagnar og umfjöllunar. Nú eru þau sem sagt tekið gildi og þætti okkur félagsmaður góður gott ef þú hefur skoðun á nýju lögunum að senda okkur pistil um það. Í framhaldinu er…

    Read More