ALÞINGI SAMÞYKKIR NÝ ÆSKULÝÐSLÖG

Fréttir, Uncategorized
Uppfærð útgáfa með Æskulýðslögum   Nú hefur Alþingi íslendinga samþykkt ný æskulýðslög. Stjórn félagsins voru á sínum tíma send drögin að lögunum til umsagnar og umfjöllunar. Nú eru þau sem sagt tekið gildi og þætti okkur félagsmaður góður gott ef þú hefur skoðun á nýju lögunum að senda okkur pistil um það. Í framhaldinu er ekki ólíklegt að hádegisverðarfundur félagsins í maí fari í umræður um lögin. Til að vekja fólk til umhugsunar lætur ritstjórn heimasíðunnar eina grein lagana fljóta með. Hvað finnst þér kæri félagsmaður??? Í 3. mgr. er lagt til að óheimilt verði að ráða til starfa hjá aðilum sem 2. gr. frumvarpsins tekur til, og sinna börnum og ungmennum undir 18 ára aldri í æskulýðsstarfi, einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Sá…
Read More

MEISTARANÁM Í KHÍ

Fréttir, Uncategorized
Í haust nk. hefst  meistaranám í tómstundafræðum og þroskaþjálfafræðum við Kennaraháskóla Íslands. Þetta mun vera "nýtt" nám við Kennaraháskóla Íslands, þ.e. nýtt skipulag sem meðal annars felst í því að nemendum á öllum brautum gefst nú kostur á að lengja nám sitt í 5 ár og taka meistaragráðu. Því hefst meistaranám í tómstundafræðum haustið 2007. Námið er að sjálfögðu einnig opið öðrum en þeim sem þegar eru í skólanum. Um verður að ræða tveggja ára 60 eininga M.ed. nám, sem hægt er að taka á lengri tíma. Af þessu tilefni mun Vanda Sigurgeirsdóttir kynna námið á hádegisverðarfundi FFF kl. 12.00 á Sólon fimmtudaginn 22. mars. Nú er um að gera og mæta ágætu félagar og fræðast nánar um hvaða möguleikar eru í boði innan okkar geira. Stjórnin
Read More

“VERNDUM ÞAU!“ SAMANTEKT 

Fréttir, Uncategorized
Samantekt frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu vegna námskeiðanna Verndum þau Félag fagfólks í frítímaþjónustu í samstarfi við Menntamálaráðuneytið og höfunda bókarinnar Verndum þau, þær Ólöf  Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir eru búin að halda tíu námskeið víðsvegar um landið á tímabilinu 5. október 2006 til 23. janúar 2007. Staðir og dagsetningar: Reykjanesbær 5. október Vesturbyggð 9. nóvember Árborg 16. nóvember ÍTR 23. nóvember Vopnafjörður 4. desember Akureyri 11.-12. janúar fjögur námskeið ÍTR Frístundaheimili Tónabæjar 22. janúar. Heildarfjöldi þátttakenda er 256 manns og meðaltal á námskeiði 26. manns. Samkvæmt úrvinnslu á matsblöðum sem þátttakendur útfylla í lok námskeiða þá fá námskeiðin mjög góða umsögn. Hér að neðan má sjá samantekt í prósentutölu á svari við spurningu eitt á matsblaði. 1.    Hversu gagnlegt telur þú námskeiðið vera fyrir þig sem starfsmann? ( 63% )…
Read More

ATHYGLIVERT ERINDI FRÁ ÁRNA GUÐMUNDSSYNI

Fréttir, Uncategorized
Íslenskuennsla fyrir útlendinga Erindi frá Framvegis – mistöð símenntunar Sem kunnugt er þá veitti ríkisstjórn Íslands 100 milljón krónum til íslenskukennslu fyrir útlendinga. Fyrirkomulag er með þeim hætti að fræðsluaðilar sækja um styrk til námskeiða til menntamálaráðuneytisins. Af samtölum mínum við ráðuneytismenn má ráða að ekki er gert ráð fyrir að námskeið verði að fullu styrkt. Hugtakið króna á móti krónu er sennilega það sem lýsir væntingum ráðuneytisins best. Framvegis- miðstöð um símenntun,  mun þegar á vorönn, ef næg þátttaka fæst og ef af styrkveitingu verður, bjóða upp á námskeið sem sérstaklega verða sniðin að þörfum félagsmanna innan BSRB og innan opinbera geirans. Þegar er ákveðið að sníða eitt námskeið sérstaklega að starfstengdri íslensku í heilbrigðisgeiranum. Varðandi önnur námskeið þá er gert ráð fyrir að þau byggi  fyrst og fremst…
Read More

FRAMVEGIS – MIÐSTÖÐ UM SÍMENNTUN

Fréttir, Uncategorized
Framvegis – miðstöð um símenntun stendur fyrir nokkrum námskeiðum sem sérstaklega henta starfsfólki í æskulýðsstarfi. Nánari upplýsingar á www.framvegis.is Starfsaðferðir í æskulýðs- og félagstarfi 9 stundir Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vinna í félagsstarfi með ungu fólki s.s. í félagsmiðstöðvum, skólum  og öðru félagsstarfi. Farið er yfir helstu aðferðir í hópastarfi og fjallað um helstu kenningar á þessu sviði. Leiðbeinandi: Árni Guðmundsson M.Ed Dagssetningar   13. og 14 febrúar kl 17 – 20. Verð: 13.000 kr. Frá hugmynd til framkvæmdar – verkefnastjórn æskulýðs- og menningarmála 4 stundir Námskeið þetta er tilvalið fyrir alla þá sem hafa með höndum skipulagningu atburða. Á námskeiðinu er tekið fyrir hvernig best er að skipuleggja atburði frá fyrstu hugmynd til framkvæmdar. Leiðbeinandi: Geir Bjarnason B.Ed og forvarnafulltrúi 19. mars  kl. 17:00-20:00 Verð: 6.000 kr. Samskipti við…
Read More

Fundagerð stjórnar 7. janúar 2007

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
FFF fundur sunnudaginn 14.janúar kl. 11.00-.13.00 heima hjá Trausta. Mættir: Trausti, Héðinn, Nilla, Margrét og Steingerður.    1.mál               “Verndum Þau”. Það sem er framundan: Mánudaginn 22.janúar frá kl. 17.30-20.30. ÍTR - Frístundaheimilin. Margrét og Ólöf Ásta. Miðvikudaginn 24.janúar frá kl. 9-12. ÍTR - Frístundaheimili. Héðinn og Þorbjörg. Fimmtudaginn 1.febrúar frá kl. 17-20.00. ÍTR - Félagsmiðstöðvar. Nilla og Ólöf Ásta. Mánudaginn 26.febrúar frá kl. 17-19.30. ÍTK – Félagsmiðstöðvar. Magga og Þorbjörg. Það þarf að taka saman fjölda námskeiða og fjölda þátttakendur – Nilla (Magga). Viðurkenningarskjöl – Nilla Eins kom fram að skráningarblöð og önnur upplýsingarit voru ekki með nafni félagsins á. Né voru þátttakendur vissir um hvað FFF væri í raun að gera á námskeiði sem þessu. Upplýsingar sem fara til tengiliða þurfa að vera enn og frekar greinilegri og ítreka…
Read More

Fundur stjórnar 6. desember 2006

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
FFF fundur miðvikudaginn 6.desember kl. 9-11.00 í Selinu Mættir: Trausti, Héðinn, Nilla, Margrét og Steingerður.  1.mál                   Gjaldkeramál – fjármál Styrkurinn: Eigum eftir að fá greiðslu frá Vesturbyggð, Vopnafirði og Ítr. Eigum eftir að greiða Ólöfu og Eddu útgáfu. FFF reikningur: Einstaklingar sem hafa skráð sig í félagið hafa ekki greitt félagsgjöld. Heimabankinn er ekki að virka þannig að ákveðið var að senda út greiðsluseðla til þeirra sem eiga eftir að greiða árgjaldið. – Héðinn sér um það. 2.mál                   FFF lógó Annað félag er til sem heitir félag fagfólks í fjölskyldumeðferð og ber skammstöfunina FFF. Við aðhöfumst ekkert fyrr en formlegt erindi hefur borist til stjórnar. 3.mál                   “Verndum Þau” Um 100 manns hafa sótt námskeiðið “Verndum Þau” á vegum fagfélagsins undanfarið. Samkvæmt matsblöðum telja þátttakendur námskeiðin vera fróðleg, áhugaverð, nauðsynleg og “skemmtileg”. Það er spurning…
Read More

SAMSTARF FÉLAGSINS OG MENNTAMÁLARÁÐANEYTISINS 

Fréttir, Uncategorized
Kynningarfundur mun felast í því m.a. að skipuleggja námskeið þar sem höfundarnir munu kynna efni bókarinnar á fræðandi hátt. Efni þessarar bókar kemur okkur öllum við sem komum að uppeldi og velferð barna og ungmenna. Menntamálaráðuneytið með menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í broddi fylkingar, mun hleypa þessu verkefni formlega af stokkunum með móttöku og blaðamannafundi í Félagsmiðstöðinni Selinu, Seltjarnarnesi, þriðjudaginn 12. september kl. 14.30-15.30 Allir félagsmenn velkomnir!
Read More

HOLLVINASAMTÖK FÉLAGS FAGFÓLKS STOFNUÐ

Fréttir, Uncategorized
Til að bregðast við þessari tillögu, sem var samþykkt hafa verið stofnuð “Hollvinasamtök” félagsins. Félagar verða ekki rukkaðir sérstaklega en öllum gert kleift að styrkja heimasíðuna með framlagi upp á 1500.-. Hægt er að gera þetta nafnlaust með því að fara í næsta banka og láta leggja inn á reikningsnúmerið hér fyrir neðan. Einnig er hægt að millifæra af heimabanka hvers og eins. Reikningsnúmer samtakana er: 1135-05-410582  og kennitala félagsins er 690605-3330 Upphafleg tillaga hljóðar svo: “Árgjald helst óbreytt. Skrifleg tillaga: Stofnaður verði kynningar-og markaðssjóður FFF. Við innheimtu á árgjaldi verði félagsmönnum gefin kostur á aðgreiða aukalega 1500kr með sama greiðsluseðli. Gísli Árni og Eygló.” Tillaga samþykkt einróma  
Read More

VÍMULAUS ÆSKA 20 ÁRA

Fréttir, Uncategorized
Í gær var opnuð heimasíða samtakanna sem er: www.vimulaus.is. Þar er hægt að nálgast allskyns efni og áhugaverðar greinar sér til lesturs og fróðleiks. Félag fagfólks í frítímaþjónustu sendir hamingjuóskir til samtakanna í tilefni gærdagsins.
Read More