Aðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu fer fram fimmtudaginn 22. maí nk. kl. 17-19 og við hvetjum alla félaga sem vettlingi geta valdið til að taka þennan tíma frá og mæta. Fundurinn fer fram á Kaffi Sólon, 2. hæð, Bankastræti 7a og hugmyndin er að fundargestir snæði saman málsverð að fundi loknum.
Dagskrá aðalfundar:
– Skýrsla stjórnar
– Skýrslur hópa og nefnda
– Reikningar félagsins
– Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs
– Árgjald
– Lagabreytingar og skipulag
– Kosning stjórnar og varamanna
– Kosning skoðunarmanna reikninga
– Önnur mál
Tillögur um lagabreytingar verða að hafa borist stjórn félagsins 3 vikum fyrir aðalfund. Stjórn félagsins skal kynna tillögur að lagabreytingum með bréfi til félagsmanna a.m.k. 14 dögum fyrir aðalfund. Að þessu sinni hafa stjórn ekki borist neinar lagabreytingartillögur.