Aðalfundur FFF – 28. maí 2015

Aðalfundur Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Fundargerð 28. maí 2015

Stungið upp á Steingerði Kristjánsdóttur sem fundarstjóra – samþykkt.
Stungið upp á Bjarka Sigurjónssyni sem fundarritara – samþykkt.

Fundarstjóri stiklaði á stóru og fór yfir síðustu 10 ár félagsins. Uppá dag eru 10 ár liðin síðan félagið var stofnað.

Skýrsla stjórnar og skýrsla hópa og nefnda flutt af Formanni.
Haldir voru 8 formlegir fundir á árinu auk funda sem snéru að undirbúningi fyrir vettvangsferð FFF til Svíþjóðar.
Formaður fór yfir markmið félagsins sem stjórnin setti sér í upphafi.

Fræðslumál

  • Reynslunámsnámskeið
  • Fimm litla kompás námskeið á haustönn
  • Halda tvo hádegisfundi á önn
  • Gera skráningu á námskeið gagnvirk
  • Halda námskeið í samstarfi við Háskólann
  • Skoða leiðir til að fjármagna æskulýðshandbók


Markaðsmál

  • Vera virk í markaðssetningu á félaginu og starfsemi þess
  • Senda bréf á nýútskrifaða tómstundafræðinga og kynna félagið
  • Kynna félagið fyrir nemum í tómstunda- og félagsmálafræði
  • Halda kynningu á fagfélaginu í nágrannasveitarfélögum
  • Kynna félagið á námskeiðum á vegum þess
  • Uppfæra kynningarbækling og prent til að dreifa á námskeiðum
  • Prenta kynningar veggspjald og senda á starfsstöðvar
  • Fá 30 nýja félaga í félagið á starfsárinu

Námsferð

  • Setja okkur í samband við samstarfsaðila
  • Skipuleggja fjölbreytta námsferð fyrir félaga í FFF
  • Sækja um styrk fyrir ferð erlendis

Samstarf

  • Áframhaldandi þróun á samstarfi við æskulýðsvettvanginn vegna Kompás og litla kompás
  • Áframhaldandi samstarf við mennta- og menningarmálaráðuneytið, æskulýðsráð, Samfés, FÍÆT og Háskólann

Annað

  • Skipa nefnd sem útbýr tillögur af nýjum inntökuskilyrðum í FFF í framhaldi af umræðu á síðasta aðalfundi

Farið var yfir fulltrúa FFF í hinum ýmsu nefndum.
Úthlutunarnefd almennra styrkja og þróunarstyrkja hjá SFS – Elísabet Þóra Albertsdóttir
Hvatningarverðlaun SFS – Hulda Valdís Valdimarsdóttir
Starfshóður á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um frístundaheimili – Þóra Melsted

Markaðsmálin
Formaður talar um að auka kynningu í sveitafélögum eins og gert var í vetur.
Stjórnin er stolt af að hafa náð markmiði sínu með aukningu félaga. En alls eru 35 nýjir meðlimir á þessu ári. Formaður fór yfir samstarf.

Soffía spyr um tómstundahandbókina hvernig unnið er að henni
Hulda svarar að það liggja fyrir ákveðnar hugmyndir en það er fjármagn sem stendur í vegi fyrir útgáfu en umræða hefur verið að hafa hana jafnvel rafræna það sem það er mun ódýrara.
Árni Guðmundsson talar um að það gildi ekki að hafa fullt af efni sem hægt er að þýða.
Hulda talar um að erfitt sé að fá fjármagn fyrir svona verkefni. Margir tilbúnir í samstarf og þarft en kostnaðurinn er alltaf sem setur strik í reikninginn
Heiðrún talar um Ráðstefnu FFF FÍÆT og Samfés og minnir á hana.

Skýrsla samþykkt einróma

Reikningar félagsins
Elísabet gerði grein fyrir reikningum félagsins.
Aukinn kostnaður í hádegisverðarfundi er vegna þess að stjórnin ákvað að bjóða félagsmönnum uppá súpu á fyrsta hádegisverðarfundinum.
Ársreikningar skila tapi uppá 379.663 kr.

Soffía spyr hvort að þessi upphæð sé til inná banka og hvað Fagfélagið ætlar að gera við það
Elísabet svarar að hluti af fjármununum er hluti af styrk vegna kompásnámskeiða.
Ari talar um að umræður um hvað við gerum við þetta fjármagn síðar á fundinum.
Elísabet tekur fram að skoðunarmenn rekninga séu 2 og einungin annar er búinn að skrifa undir pappírana en eftir á að fá staðfestingu skoðunarmanni 2
Reikningar samþykktir með fyrirvara að skoðunarmaður 2
Reiknignar samþykktir einróma

Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs
Formaður kynnti starfsáætlun og fjárhagsáætlun

Árgjald
Samþykkt óbreytt.

Lagabreytingar
2. grein

Fyrir:
FFF er félag fagfólks sem starfar á vettvangi frítímans á vegum sveitarfélaga, s.s. í félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum, frístundamiðstöðvum, ungmennahúsum og skrifstofum æskulýðsmála og hafa markmið félagsins að leiðarljósi.
Eftir:
FFF er félag fagfólks sem starfar á vettvangi frítímans og hafa markmið félagsins að leiðarljósi.

Formaður fylgdi þessari tillögu úr hlaði. Þessar tillögur snúa að því að opna félagið frekar. Markmiðið að við unnum þessa vinnu var að skerpa hlutverk fagfélagið. Það er komið stéttarfélag tómstundafræðinga og þarf því Fagfélagið að skýra hlutverk sitt frekar.

Valdi Er ánægður með þessa laga tillögu og telur frábært að opna þetta
Árni er sammála þessari lagabreytingu. Innilega sammála Ara og Valda
Soffía spyr hvort að þetta sé eina lagabreytingin.
Heiðrún talar um að fara yfir allar lagabreytingarnar

Þóra talar um breytingu á orðalagi

Lagabreyting sanþykkt einróma

3. grein Markmið

3 breytingar á markmiðum.
Fyrir:
Að leggja áherslu á mikilvægi frítímaþjónustu sveitafélaganna fyrir börn, unglinga og ungt fólk
Að leggja áherslu á mikilvægi sérþekkingar fagfólks í frítímaþjónustu
Að efla fagvitund og samheldni fagfólks í frítímaþjónustu með því að skapa félögum vettvang til umræðna og skoðanaskipta
Að vera leiðandi í faglegri umræðu og stjórnvöldum til ráðgjafar um frítímaþjónustu 
Að efla samstarf við önnur félög sem starfa með börnum, unglingum og ungu fólki í frítímanum, innan lands sem utan
Að hvetja til aukinna rannsókna og eflingar menntunar á sviði frítímaþjónustu
Að kanna möguleika á stofnum stéttarfélags

Eftir:
Að leggja áherslu á mikilvægi fagmennsku í frítímaþjónustu
Að leggja áherslu á mikilvægi sérþekkingar fagfólks í frítímaþjónustu
Að efla fagvitund og samheldni fagfólks í frítímaþjónustu með því að skapa félögum vettvang til umræðna og skoðanaskipta
Að vera leiðandi í faglegri umræðu og stjórnvöldum til ráðgjafar um frítímaþjónustu
Að efla samstarf við önnur félög sem starfa á vettvangi frítímans, innan lands sem utan
Að hvetja til aukinna rannsókna og eflingar menntunar á sviði frítímaþjónustu
Að standa fyrir námskeiðum og fræðslu fyrir starfsmenn á vettvangi frítímans
Að fara í námsferðir út fyrir landssteinana á þriggja ára fresti

Þóra lýsir yfir ánægu sinni með næst neðsta markmiði.  Það er svo mikil þörf á fræðslu. Við fáum fleiri til að mennta sig með þessari breytingu.

Lagabreyting samþykkt einróma

4. grein Félagsaðild

Formaður talar um að með þessari breytingu sé verið að halda utan um þekkingu og vera regnhlífasamtök fyrir starfsmenn á vettvangi. Hugmyndafræðin á bakvið þessa breytingu er að við finnum það svo sterkt þegar starfsfólk kemur saman. Við vildum halda utan um þetta fólk.
Ari færði rök fyrir því afhverju tekin var út punktana um annað háskólanám

Valdi talar um að breyta orðræðunni um önnina og að bæta við
Árni talar um að hafa lokið tómstunda og  felagsmálafræðinni og sambærilegri menntun.
Þóra talar um að félagsaðildin er í stærra samhengi en á glærunum eru einungis þær breytingar. Þóra leggur fram breytingatillögu um að hafa 6 mánuði frekar en önn.

Lagabreyting:  frá Þóru  að hafa starfað í í 6 mánuði og starfi á vettvangi frítímans
lagabreyting sanþykkt einróma

Lagabreyting: 

Rétt til félagsaðildar eiga einstaklingar sem:

Lokið hafa háskólanámi í tómstunda- og félagsmálafræðum

Hafa starfað í 6 mánuði á vettvangi frítímans og skila inn vottun frá vinnuveitanda

Aukaaðild geta þeir sótt um sem stunda nám í tómstunda- og félagsmálafræði. Þeir hafa einungis áheyrnar-og tillögurétt á aðalfundi og greiða helming félagsgjalds.

Umsóknir um aðild eru afgreiddar af stjórn félagsins. Stjórnin tilnefnir málskotsnefnd ef þurfa þykir.

Stjórnin gerir tillögu að félagsgjaldi og er tillagan afgreidd á aðalfundi. Félagsgjald er innheimt einu sinni á ári.

Greiði félagsmaður ekki félagsgjaldið tvö ár í röð fellur hann út af félagaskrá.

Lagabreyting samþykkt einróma

Kosið í stjórn

Katrín Vignisdóttir og Heiðrún voru kosnar í fyrra á síðasta aðalfundi til tveggja ára og sitja því áfram í stjórn
Guðundur Ari Sigurjónsson gaf aftur kosti á sér sem formaður og var hann samþykktur sem formaður með lófataki.
Elísabet gefur kost á sér og er samþykktur með lófaklappi
Bjarki Sigurjónsson gefur kost á sér og er samþykktur með lófaklappi

Varamennirnir Guðrún Björk Freysteinsdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir gefa einnig kost á sér aftur og eru þeir samþykktir með lófaklappi

Stjórnin mun því starfa óbreytt fram að næsta aðalfundi

Árni Guðmundsson gefur aftur kost á sér sem skoðunarmaður reikninga og Magnús Guðmundsson
Þeir eru samþykktir með lófaklappi.

Önnur mál
7.1 Létt kynning á nýafstaðnri námsferð FFF til Stokkhólms
Formaður Sagði stuttlega frá ferðinni og talaði um skemmtilegt form á ferðinni einstaklingar úr ólíkum áttum drifnir á eigin forsendum
Valdi lýsti yfir ánægjusinni með ferðinna og hver og einn gat fundið vettvangsnám við hæfi.
7.2 Framtíðarmöguleikar í alþjóðlegu samstarfi
Ari, Elísabet og Árni eru að fara á fund til svíþjóðar til að skoða möguleika á samstarfi. Elísabet segir stuttlega frá hlutverki Fritidsforum. Fritidsforum stendur fyrir námskeiðum fyrir þá sem eru að hefja störf á vettvangi frítímans. Í kjölfar ferðarinnar sáum við möguleika á samstarfsfleti.
Árni tekur til máls og segir frá því að í ferðinni áttaði hann sig á því að
Samstarfsflöturinn er að breytast í Evrópu. Svíar hafa sterka hefð fyrir hverfamiðstöðvunum og það eru samtök hverfamiðstöðva á heimsvísu. Hann talar um að skoða möguleika á að sækja um í þessi samtök. Það þarf ekki annað en Hitt húsið FFF eða Samfés sækji um í þessi alþjóðlegu samtök og innan þess mengis er hægt að fá fjármagn til að þróa gott og flott evrópusamstarf. Það eru spennandi tímar frammundan. Fritidsforum er félag eins og blanda af FFF og Samfés. Það er mikilvægt fyrir okkur að vera inná þessu bretti.
Ari talar um að okkar samtök eru einstök. Við erum samtök einstaklinga en ekki félagsmiðstöðva stofnana eða annað slíkt. Ef að allt fer eins og við vonum. Við fórum og mynduðum tengsl við erum að fara núna og skoða markvisst út frá samstarfi og svo í haust að sækja um þessa stóru styrki
Ifsnetwork.org

7.3. Samstarf FFF við menntasamfélagið
Árni Guðmunds talar um möguleika á samstarfi í gegnum menntasamfélagið.
Það fékkst fínn styrkur. Þetta er 2 ára verkefni og á að skila af sér bók um opið frístundastarf.
Árni er búinn að óska eftir samstarfi við FFF og Samfés til að koma inn í þetta verkefni. Öll þátttaka á að skila af sér afurð í bókna. Það er búið að búða til ritstjórn. Árni bindur vonir við að fudurinn verði góð og öflug bók. Innan tveggja ára verða miklar pælingar í bókaskrif.
Ari talaði um að FFF mun óska eftir fulltrúum frá félaginu til að fara í ferð sem snýr að þessu verkefni og hvetur alla til að fylgjast með
Árni kom með tilllögu að þvi  að koma með áskorun til ráðuneytisins um að bregðast við.
Heiðrún les upp áskoruna sem FÍÆT

Borið var til samþykktar að fela stjórn til að senda áskorun til mennta og menningamálaráðuneytis.