Aðalfundur Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Fundargerð 19. maí 2016
Stungið upp á Guðmundi Ara Sigurjónssyni sem fundarstjóra – samþykkt.
Stungið upp á Bjarka Sigurjónssyni sem fundarritara – samþykkt.
Skýrsla stjórnar og skýrsla hópa og nefnda flutt af Formanni.
Guðmundur Ari fór yfir ársskýrsluna og gerði verkum vetrarins skil.
Haldnir voru 9 formlegir fundir á árinu auk funda sem snéru að evrópustyrktarverkefni
Varamaðurinn Hulda Valdís kynnti fyrir félagsmönnum íðorðanefndina og handbókarvinnu sem er búið að vera að vinna að undanfarið. Félagið fékk styrk frá Málræktarsjóð í fyrrra og aftur núna í ár.
Guðmundur dróg svo saman árið og kynnti framtíðar sín og væntingar stjórnar til komandi tíma.
Skýrsla samþykkt einróma
Reikningar félagsins
Bjarki kynnti fyrir félagsmönnum ársreikningafélagsins 2015 í fjarveru Elísabetar gjaldkera.
Ársreikningar skila hagnaði uppá 167.190 kr.
Reikningar samþykktir einróma
Árgjald
Samþykkt óbreytt, 2500 + gjöld.
Lagabreytingar
Engar lagabreytingar bárust og haldast því lög félagsins áfram óbreytt
Kosið í stjórn
Bjarki Sigurjónsson og Elísabet voru kosin í fyrra á síðasta aðalfundi til tveggja ára og sitja því áfram í stjórn.
Eftir miklar umræður ákvað Guðundur Ari Sigurjónsson gaf aftur kosti á sér sem formaður og var hann samþykktur sem formaður með lófataki.
Hallldór Hlöðversson gefur kost á sér og er samþykktur með lófaklappi
Þorvaldur Guðjónsson gefur kost á sér og er samþykktur með lófaklappi
Hulda Valdís Valdimarsdóttir sóttist eftir því að sitja áfram í stjórn sem varamaður og Tinna Heimisdóttir óskaði eftir sæti sem varamaður og voru þær samþykktar með lófaklappi
Árni Guðmundsson gaf kost á sér aftur sem skoðunarmaður reikninga og Sigga Arndís Jóhannsdóttir einnig og voru þau samþykkt með lófaklappi
Önnur mál