Fundargerð stjórnar 5. janúar 2015

Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, fundur 5. janúar 2015 í Hinu húsinu kl. 12:00-13:00

Mættir: Guðmundur Ari, Heiðrún, Bjarki og Elísabet

      Undirritun stjórnarskipta

Það hefur gengið erfiðlega að ganga frá stjórnarskiptum. Þau hafa ekki verið gerð formlega í langan tíma en því verður nú breytt og gengið frá nauðsynlegum undirritunum og pappírsmálum sem þessu fylgja.

Umsókn í félagið

Alls hafa 10 einstaklingar sem sótt um félagaaðild frá síðasta stjórnarfundi. Voru þessar umsóknir teknar fyrir á fundinum:

– Særós Rannveig Björnsdóttir        samþykkt
– Andrea Marel                                 samþykkt
– Sandra Gísladóttir                         samþykkt
– Lovísa Hafsteinsdóttir                   samþykkt
– Kristján Sigurðsson                       samþykkt
– Agnes Helga Sigurðardóttir           samþykkt
– Lúðvík Gunnarsson                       samþykkt
– Ása Kristín Einarsdóttir                 samþykkt
– Sandra Dís Garðardóttir               samþykkt
– Snorri Páll Þórðarson                   samþykkt

Vill stjórnin bjóða þessa einstaklinga hjartanlega velkomna í félagið.

Ferðaundirbúningur

Stjórn hugar að því að boða til fundar vegna ferðarinnar til Svíþjóðar. Áætlað er að halda fund í janúar með þeim félagsmönnum sem eru að fara með í ferðina. Sjórn ræðir að æskilegt sé að fá þátttakendur til að taka að sér verkefni sem snúa að ferðinni.
Fundur verður haldinn þriðjudaginn 20. janúar í hádeginu á Sólon. Stjórn ætlar að reyna að hittast fyrir hádegisfundinn og undirbúa kynninguna á ferðinni.
Stjórn sendir út fyrirspurn til samstarfsaðila í Svíþjóð og forvitnast um hvar best sé að gista og fleira.

Breytingar á lögum og markmiðum

Stjórn veltir fyrir sér hvernig er best að vinna breytingar á lögum og markmiðum félagsins. Í fyrra var nefnd sem velti fyrir sér inntökuskilyrðum og hlutverki félagsins. Stjórn ákveður að koma með tillögu að breytingum á lögum og markmiðum félagsins á næsta aðlfundi. Þarf að senda lagabreytingartillöguna út tímanlega fyrir næsta aðalfund. Þess má geta að næsti aðalfundur er jafnframt 10 ára afmælisfundur félagsins.

 

Fundargerð ritar
Bjarki Sigurjónsson