Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, fundur 13. október 2014 í Frostaskjóli kl. 13:00-14:00
Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Bjarki og Elísabet
1. Umsókn til EUF
Umsókninni var skilað. Við hittumst tvisvar sinnum frá því að síðastu fundur stjórnar var haldinn og unnum að umsókninni. Stjórnin bíður spennt eftir svörum frá EUF.
2. Litli Kompás
Nýbúið að halda námskeið sem var vel heppnað. Það voru um 20 manns sem sóttu námskeiðið að þessu sinni sem fram fór í Hlöðunni við Gufunesbæ fimmtudaginn 9. október kl. 13.00 – 17.00.
Það kom fyrirspurn frá starfsfólki sem starfar í frístundaheimili um hvort að það væri möguleiki að halda námskeið fyrir hádegi svo að starfsfólk frístundaheimilia komist á fræðslu. Elísabet kemur því í kring.
3. Íslenskar æskulýðsrannsóknir
Var færð til 24. nóvember. Félag fagfólks í frítímaþjónustu tók að sér um að búa til vettvang til að hægt væri að eiga samræðu í lok málþingsins. Ræddum við með hvaða hætti eða hvernig við sæjum það fyrir okkur. Veitingar góð leið til að halda gestum og búa til stöðvar sem opna á umræður. Það kom hugmynd um að fá námsgagnastofnun til að vera með bás með bókum sem nýttar eru á æskulýðsvettvangnum.
4. Fræðslunefndin
Reynslunámsnámskeiðið er komið af stað og gengur vel. Er verið að vinna að næsta hádegisverðarfundi. Við ræddum hvort að sniðugt væri að koma áfæti vettvangsheimsóknum sem kostar oft litla fyrirhöfn. Öll vorum við sammála um að það sé sniðug hugmynd og gott væri að hafa þær á misjöfnum tíma svo að sem flestir af vettvangnum geti tekið þátt í einhverri heimsókn.
5. Umsóknir um félagsaðild
– Hrefna Óskarsdóttir – samþykkt
– Ulrike Schubert – samþykkt
-Ásta Þórðardóttir – samþykkt
-Björg Jónsdottir – samþykkt
-Elva Björg Pálsdóttir – samþykkt
Þórunn Vignisdóttir – samþykkt
Edda Guðrún Heiðarsdóttir – samþykkt
Valgerður Ósk Ásbjörnsdóttir – samþykkt
Særós Rannveig Björnsdóttir – samþykkt
Því miður var einn umsækjandi sem uppfyllti ekki kröfurnar sem gerðar eru til að hægt sé að samþykkja félagsaðild.
Nýjir félagar eru boðnir hjartanlega velkomnir í félagið.
6. Kynningaráætlun
Hugmyndir um að kíkja í nágranasveitarfélögin og fá að vera með kynningu á föstum fundum sem haldnir eru með starfsfólki sem sinnir frístundastarfi. Við ákváðum að byrja á að herja á Kópavog og Hafnarfjörð. Bjarki tekur að sér að hafa samband við tengiliði í þessum sveitarfélögum.
7. Önnur mál
– Orðanefndin
Rædd um stöðu nefndarinnar.
Fundi slitið 14:14
Fundargerð ritar Bjarki Sigurjónsson