Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, Fundur 1. september 2014 í Selinu kl. 12:00-12:56
Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Bjarki, Heiðrún, Elísabet og Katrín
1. Veitingastefna Stjórnar FFF
– Það kom upp fyrirspurn á síðasta aðalfundi Stjórnin um útlagðan kostnað í veitingar.
– Stjórn tók upp umræðuna og sammældist um að eðlilegt væri að sá sem heldur fundinn leggi út fyrir veitingum og að félagið mundi endurgreiða honum. Fundir fara fram í hádeginu og eru stjórnarmenn að nýta frítíma sinn í fundina. Veitingar eiga þó að vera hóflegar.
2. Umsóknir um félagsaðild
– Sigurleif Kristmannsdóttir – samþykkt er með tómstundafræðimenntun og starfsreynslu.
– Unnur Ýr kristjánsdóttir samþykkt er með tómstundafræðimenntun
Alls eru 9 nýjir félagar skráðir á þessu starfsári og bjóðum við þá alal hjartanlega velkomna í félagið.
3. Mál fræðslunefndar
– Fræðsluáætlun er í vinnslu
– Hádegisverðarfundirnir eru í fullum undirbúningi. Fyrsti hádegisfundurinn verður 9. Október hefst fundurinn klukkan 11:45. Hrefna Guðmundsdóttir verður með hádegisverðarfræðslu Jákvæð sálfræði í frítímastarfi. Boðið verður uppá súpu fyrir félaga
– Það styttist í leiðbeinendanámskeið það eru 3 pláss eftir og lokasprettur í skráningu núna í næstu viku.
4. Fundur í ráðuneytinu
Erlendur tekur á móti okkur á föstudaginn 5. september,klukkan 13:00. Stjórn velti upp málum sem við viljum ræða við Erlend í ráðuneytinu. Fara yfir starfsáætlunina, Kompás, styrki í Evrópumiðstöðina í Búdapest, lagaumhverfi frístundastarfs og hvort það séu nýjar pólitískar áherslur.
5. Utanlandsferðir
– Elísabet hafði samband við Árna Guðmundsson og hann ætlaði að aðstoða stjórn við að komast í samstarf í Svíþjóð. Tengiliður Árna í svíþjóð tók vel í þetta og vildi fá að vita hverju við óskuðum eftir. Elísabet verður áfram í samskiptum við árna fyrir næsta fund
– Það er hugmynd að fá að skoða mismunandi starfsstaði í svíþjóð.
– Stjórn gerir ráð fyrir 15 sætum fyrir félagsmenn fyrir utan stjórn. Allavegana 2 úr stjórn.
Önnur mál
– Íslenskar Æskulýðsrannsóknir
Verða á seltjarnarnesi 30 október. Þau leita til okkar til stýra óformlegum hitting í lok dags. Stjórn er tilbúin að taka þátt í samstarfi en taka ákvörðun um þátttöku á næsta fundi stjórnar.
– Fá fráfarandi gjaldkera á næsta fund
Óskum eftir því að fá Helga á fund til að láta arftaka sinn fá allar upplýsingar og gögn.
Boðað til aukafundar 19. September í Hinu húsinu frá 11-13
Fundi slitið 12:56
Fundargerð ritar Bjarki Sigurjónsson