Mættir: Bjarki, Guðrún, Helgi og Hulda. Elísabet og Ari komu þegar liðið var á dagskrána.
1. Stefnumörkum í tóbaksvörum 3-5 mikilvægustu atriðin.
- Orðræðan þarf að vera um tóbaksvarnir en víða ennþá talað um reyklausa bekki o.s.frv. – tóbakslausir grunnskólar, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög, æskulýðsstarf og frístundastarf.
- Ekki gleyma frístundastarfinu í stóra samhenginu.
- Einblína þarf á munntóbaksneyslu hjá ungu fólki sem hefur verið að aukast.
- Gras virðist vera meinlaust í umræðu á mörgum stöðum.
2. Kynningarbæklingurinn.
Verðum að fá á öðru formi til að geta unnið í textanum. Helgi tekur að sér að klára málið.
3. Grein um fagmennsku.
Stjórn fer drög að grein sem liggja fyrir og umræður um efnið og mögulegar breytingar.
4. Siðareglur/siðanefnd
Umræður um siðanefnd og verklag ef upp kemur brot á siðareglum. Umræður um sveitafélögin í þessu samhengi. Umræða um siðferðileg álitamál í starfi, hugmynd um að hafa hádegisfund með félögum og athuga með Kolbrúnu Pálsdóttur sem hefur verið með fyrirlestra og umræður um fagmennsku í starfi.
5. Greinar á heimasíðu.
Íðorðagrein kemur frá Ara sem fyrst og svo greinin um fagmennsku í kjölfarið.
6. Málefni á fund með MMR.
Bjarki, Elísabet, Ari, Helgi og Hulda fara á fundinn.
- Kompás – fara yfir stöðuna.
- Compasito – staðan á þýðingu.
- Stefnumótun í æslulýðsmálum vs. íþróttamálum.
- Verkefnasjóður? Æskulýðssjóður – ætti að vera opin verkefnasjóður fyrir ungt fólk. Hvernig beitir ráðuneytið sér í því að leggja áherslu á þetta?
- Tómstundahandbókin – ath. stuðning við það verkefni.
- Frítíminn – kynna.
- Ný heimasíða fagfélagsins.
- Fræðslunefnd og fræðsluáætlun.
- Íðorðanefnd í samstarfi við HÍ.
7. N8 – reynum að ná áttum.
Umræður um hópinn. Fundað er einu sinni í mánuði. Umræður um hugsanlega tengiliði fyrir hönd félagsins. Fyrsta mánudag eftir fræðslufund er hist frá kl. 12-13.
8. Kompás og Compasito.
Vantar leiðbeinanda. Byrjar í nóvember; Selfoss, Egilsstaðir, Akureyri og Ísafjörður (4 tíma námskeið) í samstarfi við ÆV. GBF talar við ÁL og athugar möguleikann á því að hún taki þetta að sér. Þarf að kynna Kompás og Compasito, nýtingarmöguleika bókanna, taka eina æfingu og svo umræður.
9. Fræðsluáætlun.
Kompás námskeið, samstarf við HÍ, háegisverðarfundir – m.a. hugmynd um siðferðileg álitamál og fá KP á fund einnig til að koma með álit á siðareglum félagsins. Fræðslunefnd að vinna í að setja fram drög að fræðsluáætlun til að leggja fyrir stjórn.
10. Verkefni fram undan:
- Samband íslenskra sveitarfélaga – fá fund
- Áframhaldandi samstarf við FÍÆT og Samfés
- Kynningarbæklingur – gera kláran til dreifingar.
- Greinar á heimasíðu.
11. Önnur mál
- Félagsgjald – 84 eintaklingar hafa nú þegar greitt.
- Stéttarfélag tómstundafræðinga er búið að stofna fagfélag. Umræður. Ari heyrir í Andra og fær upplýsingar um þetta nýja fagfélag.
- Þóra Melsteð kemur á fundinn og kynnir vinnu í MMR varðandi mögulega ramma utan um frístundaheimili/heilsdagsskóla/skólasel. Starfshópnum er ætlað að skoða og koma með tillögum að því hvað þurfi að gera. Búið er að týna til allt sem rammar starfið inn. Þurfum við lög eða er klausa í grunnskólalögum nóg? Hvað á að vera til staðar í starfinu? Nú er verið að kortleggja stöðuna á landinu í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þóra sendir gögn á stjórn og óskar eftir hugmyndum ef stjórn vill bæta einhverju við könnunina.
Fundi slitið kl. 12.30
Fundargerð ritar Guðrún Björk Freysteinsdóttir