Fundur FFF 9. september 2013
Mættir: Elísabet, Ari, Bjarki og Hulda. Helgi, Nilsina og Guðrún forfölluð.
- Fundartími: Þarf að breyta um fundartíma og vel tekið í þá hugmynd að flytja þá yfir á þriðjudaga í hádeginu, kl. 12-13. Næsti fundur 2. þriðjudag í mánuði, eða þann 8. október, kl. 12-13 á Amokka í Borgartúni. HVV sendir ný fundarboð á stjórn.
- Staða verkefna: Farið yfir stöðu verkefna hjá stjórninni frá síðasta fundi. Allt í fullum gangi en nokkur verkefni ennþá í vinnslu.
- Kompás: EP búin að vera í samskiptum við Æskulýðsvettvanginn og hugmynd að gera formlegan samstarfssamningur sem stjórn líst vel. Fyrirhuguð námskeið í hverjum landsfjórðungi.
- Fræðslunefnd: Hugmynd að skoða m.a. þau námskeið sem LÆF hefur verið að halda – stutt, sniðug námskeið sem vert er að skoða. Annars er fræðslunefndin komin af stað og spennandi verkefni framundan við að skipuleggja fræðsluáætlun vetrarins.
- Kynning í HÍ: BS búinn að vera í sambandi við Vöndu í HÍ og fáum að koma inn í inngang að tómstundafræðina á fyrsta ári. GBF ætlaði að uppfæra kynningarbæklinginn og spurning hvort hún kemst með á kynningu þriðjudaginn 17. september kl. 9. HVV heyrir í GBF og kannar með stöðuna á bæklingnum og hvort hún kemst á kynninguna. Vera í sambandi við BS og GAS vegna þessa.
- Íðorðasafn: Nemandi í HÍ að vinna lokaverkefni sem tengist vinnu við íðorðasafn í tómstundafræðum – áframsendur póstur á félaga þar sem verið er að safna orðum og hugtökum af vettvangi. Frétt um þetta á heimasíðu sem GAS vinnur og setur inn á síðuna.
- Virkni stjórnmálamanna í æskulýðsmálum: Lokaverkefni GAS tengist því að meta félagslega virkni barna og unglinga, vefurinn Félagsmálatröllið. Hugmynd að setja upp síðu sem byggir á svipaðri hugmynd til að skoða virkni alþingismanna í málefnum sem tengjast æskulýðsstarfi. Spurning hvernig mögulegt væri að útfæra slíka síðu og hvaða viðmið ættu að liggja til grundvallar. Skoða hvaða málaflokkar liggja til grundvallar í málefnum ungs fólks á Norðurlöndunum. Umræður og ákveðið að henda hugmyndum á milli í framhaldinu til að þróa hugmyndina áfram.
- Fundur í ráðuneytinu: HVV hefur samband við tengilið og óskar eftir fundi til að fara yfir stöðu mála í æskulýðsmálum. Gott að halda slíkan fund amk. árlega.
- Áhyggjur af þróun mála: Senda bréf frá FFF til Sambands íslenskra sveitarfélaga og óska eftir fundi vegna þeirrar þróunar að verið er að setja upp fagfólki á vettvangi og ráða inn ófaglærða á þeim vettvangi og sameina störf sbr. í Borgarnesi, Fjallabyggð og á Sauðárkróki. En verið að vinna að breytingum hjá sveitarfélögum í samræmi við úttektir frá sambandinu. HVV skoðar málið.
HVV ritaði fundargerð í fjarveru GB.