Fundur stjórnar 16. október 2007

Fundur í stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn í Perlunni, Reykjavík og hófst fundurinn kl 12.00.

Mættir: Margrét Sigurðardóttir formaður, Eygló Rúnarsdóttir varaformaður, Andri Ómarsson umsjónarmaður heimasíðu/meðstjórnandi, Héðinn Sveinbjörnsson gjaldkeri. Auk þess mætti á fundinn Nilsína úr varastjórn. Heiðrún boðaði forföll.


Dagskrá fundarins:

1.  Málþing félags fagfólks í frítímaþjónustu.
Það hafa borist svör frá FÍÆT, ÍSÍ, UMFÍ, Bandalagi íslenskra skáta, KFUM  KFUK.  Þessi félög og samtök ætla öll að  senda fyrirlesara á málþingið sem haldið verður þann 27. október næstkomandi.

2. Verkskipting innan stjórnar FFF varðandi málþingið:
§ Andri :
o Klára auglýsingu og senda út á aðildarsamtök málþingsins og menntamálaráðuneytið.
o Senda fréttatilkynningu á fjölmiðla (miðvikudaginn 24. okt.)
o Klára kynningarbækling FFF
o Andri verður tæknimaður á málþinginu.

  • Héðinn:
    o sér um skráningu á málþingið, skráning fer fram í gegnum fagfélagspóstinn.
    o Leigja posa
    o Héðinn og Nilsína taka við greiðslum á málþinginu.
  • Eygló:
    o  verður umræðustjóri, þ.e.a.s. hefur umsjón með hópavinnu á málþingi.
    o Gengur frá kynningarbæklingi ásamt Andra
  • Margrét:
    o  setur sig í samband við fyrirlesara og óskar eftir því að þeir sendi fyrirlestra til fagfélagsins fyrir 27. okt.  Þannig að hægt sér að undirbúa ítarefni o.s.fv.
    o Talar við Lindu Udengaard um að taka að sér hlutverk málþingsstjóra.
  • Heiðrún verður málþingsritari, þ.e.a.s. ritar niðustöður hópaumræðna.

3. Náum áttum.
Eygló talar við Steingerði Kristjánsdóttur varamann í stjórn um það að vera okkar fulltrúi í Náum áttum samstarfinu.  Næsti fundur hjá samstarfshópnum verður 7. nóvember n.k.

4. Umsóknir í FFF
Umsókn Ragnheiðar Stefánsdóttur lögð fyrir og samþykkt einróma.

Fundi slitið klukkan 13:30
Margrét Sigurðardóttir ritari