Aðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn í Litlu Brekku, föstudaginn 30. maí 2008 og hófst fundurinn kl 16.15.
Dagskrá aðalfundar:
Magga formaður setti fundinn. Guðrún Halla Jónsdóttir var kosin fundarstjóri og Elísabet Pétursdóttir kosin fundarritari. Heiðrún Janusardóttir byrjaði þó á ritarastörfum þar sem Elísabet tafðist aðeins.
Hefðbundin aðalfundastörf
Skýrsla stjórnar:
Margrét Sigurðardóttir, formaður, fór yfir skýrslu stjórnar og sagði frá starfsárinu. Skýrsla stjórnar er aðgengileg á heimasíðu félagsinswww.fagfelag.is.
Stjórn félagsins leggur til að þar sem ekki er nægur fjöldi félagsmanna viðstaddur aðalfund skv. lögum félagsins, verði allar samþykktir með fyrirvara um samþykki framhaldsaðalfundar.
Skýrslur hópa og nefnda:
Fjölmiðlanefnd:
Eygló Rúnarsdóttir byrjaði að segja frá starfi fjölmiðlanefndar. Hrefna Guðmundssdóttir, María Björk Ingvadóttir og Unnar Þór Reynisson starfa með Steingerði Kristjánsdóttur og Eygló í nefndinni. Fjölmiðlanefnd tekur að sér að bregðast við umfjöllun í samfélaginu. Eygló benti á að mikil þekking liggur í félaginu og mikilvægt að koma henni á framfæri.
Alþjóðanefnd:
Héðinn Sveinbjörnsson er í alþjóðanefnd ásamt þeim Gísla Árna Eggertssyni og Árna Guðmundssyni. Alþjóðanefndin er að safna saman upplýsingum frá öðrum löndum.
Laganefnd:
Margrét og Árni Guðmundsson eru í laganefnd. Magga sagði frá breytingatillögum nefndarinnar .
Siðareglur:
Heiðrún sagði frá vinnu við endurskoðun siðareglna félagsins. Ásamt Heiðrúnu eru Jóhannes Guðlaugsson og Guðrún Freysteinsdóttir í nefndinni. Aðalfundur leggur til að drög að siðareglunum verði send út til félagsmanna og þær síðan bornar upp til samþykktar á framhaldsaðalfundi.
Reikningar félagsins:
Héðinn fór yfir reikninga félagsins. Búið er að loka tveimur reikningum og stofnaður nýr hávaxtareikningur. Fjárhagsstaða félagsins við áramót var kr. 2.287.144. Reikningar félagsins eru samþykktir á aðalfundi með fyrirvara um samþykki framhaldsaðalfundar.
Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs:
Magga segir frá því að ekki verður sett fram starfsáætlun núna. Það er í hlutverk nýrrar stjórnar að setja fram nýja starfsáætlun.
Árgjald:
Tillaga stjórnar er sú að árgjaldið verði það sama. 2500.- auk sendingarkostnaðar. Tillagan er samþykkt einróma.
Lagabreytingar og skipulag:
Magga kynnir tillögu stjórnar um lagabreytingar. Þær tillögur eru ekki bara að koma frá stjórn heldur einnig frá félagsmönnum á fundum síðasta árs.
4. grein:
Rétt til félagsaðildar eiga einstaklingar sem:
Lokið hafa háskólanámi á sviði félagsvísinda, uppeldis-og tómstundafræða og starfa á vettvangi frítímans á vegum sveitarfélaga, s.s. í félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum, frístundamiðstöðvum, ungmennahúsum og skrifstofum æskulýðsmála.
Eða hafa a.m.k. 3 ára starfsreynslu í félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum, frístundamiðstöðvum og ungmennahúsum á vegum sveitarfélaga.
Breytingar á 4. grein:
Rétt til félagsaðildar eiga einstaklingar sem:
Lokið hafa háskólanámi í tómstunda- og félagsmálafræðum.
Lokið hafa háskólanámi á sviði uppeldis-og félagsvísinda og starfa á vettvangi frítímans á vegum sveitafélaga og/eða ríkisins s.s. í félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum, frístundamiðstöðvum, ungmennahúsum og skrifstofum æskulýðsmála.
Hafa 5 ára starfsreynslu á vettvangi frítímans á vegum sveitafélaga og/eða ríkisins s.s. í félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum, frístundamiðstöðvum, ungmennahúsum og skrifstofum æskulýðsmála
Tillagan rædd og samþykkt einróma en með þeim fyrirvara að framhaldsaðalfundur þarf að samþykkja allar lagabreytingar.
6. grein:
Aðalfundi skal stjórnað eftir almennum fundarsköpum. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Við lagabreytingar þarf þó 3/5 greiddra atkvæða til þess að breyting sé löglega samþykkt.
Aðalfundur telst löglegur og ályktunarhæfur sé löglega til hans boðað og helmingur félagsmanna er mættur. Uppfylli aðalfundur ekki lágmarksþátttöku skal boðað til aukaaðalfundar innan 14 daga og telst hann löglegur og ályktunarhæfur óháð þátttöku. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa skuldlausir félagar.
Stjórn félagsins skal boða til aukaaðalfundar ef þörf krefur eða ef 1/3 félaga óskar þess. Skal hann boðaður á sama hátt og aðalfundur. Aukaaðalfundur hefur sama vald og aðalfundur. Á aukaaðalfundi skulu aðeins tekin til umfjöllunar þau mál sem koma fram í fundarboði.
Breytingar á 6. grein:
Aðalfundi skal stjórnað eftir almennum fundarsköpum. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Við lagabreytingar þarf þó 3/5 greiddra atkvæða til þess að breyting sé löglega samþykkt.
Aðalfundur telst löglegur og ályktunarhæfur sé löglega til hans boðað. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa skuldlausir félagar.
Stjórn félagsins skal boða til aukaaðalundar ef þörf krefur eða ef 1/3 félaga óska þess. Skal hann boðaður á sama hátt og aðalfundur.
Aukaaðalfundur hefur sama vald og aðalfundur. Á aukaaðalfundi skulu aðeins tekin til umfjöllunar þau mál sem koma fram á fundarboði.
Breytingar á 6. grein. Tillagan rædd og samþykkt einróma en með þeim fyrirvara að framhaldsaðalfundur þarf að samþykkja allar lagabreytingar.
Kosning stjórnar og varamanna:
Kosning skoðunarmanna reikninga:
Fresta þarf kosningu stjórnar og skoðunarmanna reikninga þar til á framhaldsaðalfundi, þar sem aðalfundur uppfyllir ekki skilyrði um lágmarksþátttöku og telst því ekki löglegur.
Núverandi stjórn situr áfram þar til ný stjórn hefur verið kosin.
Eygló, Heiðrún og Andri voru kjörin til tveggja ára á aðalfundi 2007. Magga formaður og Héðinn gjaldkeri gefa ekki kost á sér áfram.
Önnur mál:
Hrós til stjórnar:
Bókun til stjórnar frá Soffíu Pálsdóttur varðandi vel unnin störf hjá stjórn félagsins og þá sérstaklega hvernig stjórnin hefur unnið með verkefnið Verndum þau.
Framhalds aðalfundur:
Stjórnin boðar til framhaldsaðalfundar innan 14 daga.
Náum áttum:
Helga Margrét Guðmundsdóttir, spyr hvort FFF sé aðili að Náum áttum. FFF sótti um aðild að Náum áttum á starfsárinu. Helga Margrét hrósar stjórn félagsins fyrir vel unnin störf.
Virkni félagsmanna:
Héðinn kemur inn á það hvað þarf að gera til þess að fólk verði virkari í FFF. Helga Margrét kemur inn á það að margir félagsmenn noti heimasíðuna, tölvupóstinn og eru virkir þannig að fylgjast með. Mikilvægt fyrir félagsmenn að taka að sér verkefni innan félagsins. Steingerður kemur inn á að senda til félagsmanna t.d. bækling FFF, að félagsmenn séu að fá eitthvað frá félaginu það gæti hvatt þá til að vera virkari.
Guðrún Halla telur mikilvægt að halda hádegisfundunum og mjög mikilvægir fundir fyrir félagsmenn og þakkar stjórn fyrir vel unnin störf.
Eygló hvetur félagsmenn að koma með tillögu til stjórnar varðandi efni fyrir hádegisfundinn.
Formaður FFF þakkar fyrir góðan fund og frestaði fundi kl. 17:53 fram að framhaldsaðalfundi.