Fundur stjórnar 19. febrúar 2008

Fundur hjá  stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn í Bústöðum,  þriðjudaginn 19. febrúar kl 09.00.

Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir,Andri Ómarsson, Heiðrún Janusardóttir, Héðinn Sveinbjörnsson.


Dagskrá :
1. Félagsfundur fimmtudaginn 21.feb. á Sólon. Eygló og Magga sjá um inngang. Annars verður dagskráin
1. Lögin. Aðallega út frá inntökuskilyrðum. Hvenær hættir maður í félaginu
2. Hvert stefnir félagið
Áætlað er að skipta upp fundargestum í tvo hópa og ræða síðan niðurstöður.

2. Verndum þau. Tvö námskeið búin af 25. Akranes, Árborg, Seltjarnarnes og Fjölsmiðjan vilja fá námskeið og reynt verður að afgreiða það fyrir páska.  Magga talar við Vöndu varðandi námskeið fyrir tómstundafræðinema.

3. Náum áttum. Hvað er að frétta af þeim vinnuhópi og hver er staðan.

4. Starfsáætlun. Farið yfir starfsáætlunina.
Fjölmiðlanefnd. Eygló og Steingerður eru búnar að hittast og kynnti Eygló þeirra starfsplan.

5. Hádegisverðarfundur. Athuga með fagfélagsfund á Akureyri í samfloti við aðalfund Samfés. Jafnvel að halda sameiginlegan stjórnarfund með Samfés og FÍÆT.

6. Æskulýðsráð ríkisins. Magga sagði frá starfinu þar en hún er ný í stjórninni. Miklar umræður urðu og ber Magga mikið traust til núverandi formanns Æskulýðsráðs og sér fram á breytingar.

7. Fundartími. Næsti fundur ákveðinn 14.mars kl 10.00 að Bæjarhálsi 1.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl 10.30