Fundur í stjórn Félagsfagfólks í frítímaþjónustu haldinn í Selinu, fimmtudaginn 12.Febrúar 2009 kl 17.15
Mættir: Eygló Rúnarsdóttir,Andri Ómarsson, Helga Margrét Guðmundsdóttir, Nilsina Larsen Einarsdóttir og Jóhannes Guðlaugsson. Heiðrún Janusardóttir boðaði forföll.
1. Dagskrá fundarinns kynnt.
2. Ein umókn, Sigmundur Sigmundsson, lögð fyrir og samþykkt með fyrirvara um að umsóknareyðublað félagsins verði fyllt út.
3. Farið yfir fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt.
4. Andri fór yfir fjármál félagsins. Auk þess var umræða um pósthólfið í pósthúsinu í pósthússtræti, Andri og Eygló kíkja í hólfið.
5. Umræða um stöðuna í þjóðfélaginu.
6. Náum áttum, Helga Margrét kemur upplýsingum til okkar um stöðu hverju sinni.
7. Eygló fór yfir stöðu á Verndum þau. Viðraði hugmynd um að félagið héldi eitt námskeið fyrir félagsmenn. Kannar líka hvort áhugi sé hjá sveitafélögunum. Eygló hefur samband við Margréti vegna þessa og fær hana í lið með sér að senda formlegt bréf, og einnig á Helgu sem sendir á öll foreldrafélag. Stjórnarmeðlimir kanna húsnæði og komi með tímatillögur.
8. Helga ræddi um hlutverk sitt vegna samræmingu starfsheita hjá sveitafélögunum. Helgu og er Heiðrúnu falið málið.
9. Eygló fór yfir breytingar á vefritinu. Hvort stjórn skrifaði pistil í stað formanns. Eygló bætti við að Jói tæki við ritstjórn í stað Andra. Tillagan var samþykkt. Andri fór yfir stöðuna vegna næstu útgáfu sem verður sent út eftir fundinn.
10. Nilsina sagði frá stöðunni varðandi Málþingið í samstarfi við Samfés og FÍÆT. Rætt um að klára undirbúning á vorönn en Málþingið haldið í haust. Nilsina óskaði eftir skýrri línu frá stjórn um málefni á Málþingið þ.e. stjórn FFF yrði með fullmótaðar tillögur á sameiginlegum fundi FFF, FÍÆT og Samfés í vor.
11. Nilsina kom með tillögu um samstarf við KFUM og K, Skáta og UMFÍ, stjórn sendir formlegt erindi um kynningu á fagfélaginu og í bréfinu verður óskað eftir samstarfi.
12. Næsti hádegisverðarfundur verður 6.mars, Heiðrún vinnur að efni fundarinns, Jói pantar Hornið.
13. Eygló sagði frá fyrirspurn frá starfsmanni í frítímaþjónustu sem vildi fá úrskurð um ákveðið kjaramál. Eygló vísaði á stéttarfélag.
14. Nilsina var með fyrirspurn um alþjóðasamskipti og siðareglur. Eygló mun senda á alþjóðanefndina formlega fyrirspurn. Óskað eftir að Heiðrún komi með siðareglurnar á næsta fund.
15. Dagsetning aðalfundar ákveðin fimmtudaginn 28.maí kl. 17:00. Jói athugar Hornið sem fundarstað.
Næsti fundur: Fimmtudaginn 12. mars Bústöðum kl. 17:00.
Fundi slitið kl 18.50