Fundur hjá stjórn félags fagfólks í frítímaþjónustu 6.apríl kl 09.00 haldinn að Suðurlandsbraut.
Mættir: Eygló, Helga, Andri og Heiðrún. Jói boðaði forföll.
1. Umsókn í félagið. Eyrún Ólöf Sigurðardóttir. Eyrún Ólöf er boðin velkomin í félagið.
Stjórn ákvða að birta nöfn nýrra félaga í Vefritinu . Ítrekun send á þá er enn eiga eftir að greiða félagsgjöldin.
2. Fjármál. Staða fjármála er góð. Ítrekun send á þá er enn eiga eftir að greiða félagsgjöldin.
3. Siðareglur félagsins. Stjórn gerði athugasemdir og nefndin heldur áfram að vinna að tillögum. Drögin send til yfirlestar hjá sérfræðingum um siðareglur.
4. Aðalfundur. Aðalfundur félagsins verður haldinn 28.maí nk. Athuga með Hornið undir fundinn. Eygló athugar með fundarstjóra og fundaritara. Aðalfund þarf að boða með 30 daga fyrirvara. Þremur vikum fyrir aðalfund þarf að senda út til félagsmanna siðareglur til skoðunar og lögin til lagabreytinga. Andri setur sig í samband við endurskoðendur reikninga.
5. Ath með hvort halda eigi hádegisverðafund þann 8.maí. Þann dag heldur FÍÆT aðalfund og kannski heppilegt að hafa hádegisverðafund í leiðinni.
6. Eygló og Magga sögðu frá fundi sem þær áttu með Ólöfu Ástu og Þorbjörgu vegna Verndum þau námskeiðanna.
Fundi slitið kl 10.30