Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Starfsdagur 2. nóvember kl. 9-12
Mættir: Hulda, Guðrún, Elísabet og Helgi
Hrafnhildur boðaði forföll
Fræðslunefnd – fundaði 23. október
Farið var yfir erindisbréfið og markmiðin.
Kynna á sér stofnun íðorðanefndar. Farið á fund með ráðgjafa uppi í HÍ.
Hvað getum við gert í vetur? Hvað getum við gert til framtíðar?
Hluti af námskeiðum í tómstunda- og félagsmálafræði opin félagsmönnum FFF. Verið að skoða hvaða námskeið það verða og dagsetningar.
Reynslunám, spurning um að halda dagsnámskeið þar sem fjallað er um reynslumiðað nám.
Skila á áætlun 15. nóvember í stað 1. nóvember.
Hulda setur fundargerð nefndarinnar á dropboxið.
Kompás og Compasito námskeið
Námskeið á Akureyri í nóvember og á Akranesi í janúar.
Umræða um hversu margir utan félags megi sækja Kompás námskeið en námskeiðin hafa verið opin öðrum. 25 pláss eru leyfilegur fjöldi á námskeið. Fagfélagið ætlar að halda þessu opnu en þeir sem ekki eru félagsmenn fá ekki bókina sér að kostnaðarlausu.
Kompás og Compasito – þurfum að koma því á framfæri við félagsmenn að þetta sé líka fyrir þá sem starfa með yngri börnum.
Senda á Ölfu, Gísla og Árna fyrir norðan til að vekja athygli á námskeiðinu. Hvetja norðanfólk að miðla upplýsingum um námskeiðið á milli.
Heimasíðan og facebook
Setja Kompás auglýsingu á Fb og heimasíðu.
Kanna áhuga félagsmanna varðandi fræðslutilboð Fb og óskar eftir hugmyndum frá félagsmönnum.
Spurning um hýsingaraaðila á heimasíðunni, erum hjá Advania núna. Kostar um 4000 krónur á mánuði.
Fara yfir félagatal og facebook vini.
Þróunarstyrkir SFS
Guðrún var fulltrúi fagfélagsins í úthlutunarnefnd. Ekki hefur verið haft samband vegna fyrirhugaðra úthlutana.
Fjármál
Erum vel sett. Mikilvægt að nýta vel þann styrk sem félagið fékk vegna Kompás-námskeiða. .
Félagsgjöld, um 70 manns hafa greitt en um 85 eru skráðir félagar.
Nú erum við að fara að fara yfir jólagjafalistann í ár – ert þú búin/n að greiða félagsgjöld í ár?
Handbók
Staðan í vinnunni. Farið yfir fundargerð síðasta fundar og þær hugmyndir sem vinnuhópur er kominn með.
Elísabet og Helgi athuga betur bækur sem þau bentu á varðandi þessa vinnu. Stjórn líst vel á þá vinnu sem komin er af stað.
Stefnumótun í æskulýðsmálum
Sent var bréf með FÍÆT og Samfés til ráðuneytisins og óskað eftir þessari vinnu. Ekki hafa fengist nein viðbrögð við bréfinu að öðru leiti en þessu máli var vísað til æskulýðsráðs. . Verðum að senda formlega fyrirspurn til æskulýðsráðs og kanna með stöðu mála
Samstarfssamningur við Samfés og FÍÆT
Fréttist af breytingum en ekki hefur endanleg útgáfa borist. Sendum fyrirpurn.
Náum áttum
Fundir hafa verið vel sóttir. Elísabet tók á móti greiðslu á fundunum og búin að halda undirbúningsfund. Er í góðum farvegi.
Starfsáætlun 2012-2013
Hádegishittingur félagsmanna í desember – fræðslunefnd.
Jólahittingur stjórnar – Guðrún.
Gjafamál fyrir félagsmenn – Guðrún og Helgi
Fræðslunefnd skilar áætlun 15. nóvember – fræðslunefnd.
Handbókarmál – allt starfsárið – handbókarhópur.
Netfangalisti, tiltekt með hliðsjón af félagalista – janúar 2013 – Hulda.
Könnun á FB, óskir um fræðslu – nóvember – Guðrún.
Jólakort með dagskrá vorannar – nóvember/desember – Helgi.
Google docs skráningar á hádegisfund í desember – Guðrún.
Næsti fundur stjórnar er þann 10. desember kl. 11-13
Útfærslu á vinnustofu vegna þeirra sem lokið hafa Kompás-námskeiði – janúar 2013 – Hrafnhildur og Elísabet.
Kompás, styrkur og uppgjör – desember 2012 – Hulda.
Samstarf við Æskulýðsvettvanginn vegna Kompás/Compasito – Hrafnhildur.