Fundur stjórnar í nóvember 2023

Mætt eru: Ágúst, John, Peta, Íris, Ása, Eygló og John.
Fimmtudagurinn 14.nóvember 2023
Staður: Brauð og Co
Fundur settur kl. 08:30

  1. Síðasta fræðsla gekk vel. Mjög vel sótt. Annað árið í tómstunda og félagsmálafræði fjölmenntu á fræðsluna hjá Önnu og var virkilega vel heppnað.  
  2. Næsta fræðsla frestast til 21. Nóvember vegna veikinda og staðsetning er TBA  
  3. Fyrirmyndarverkefni. Ágúst ætlar að lesa yfir fyrir hönd FFF, Frítímadeild FÍÆT les líka. Ágúst hringir í alla tilnefnda og fær þau til að taka 8. desember frá. Meistaranemar sem skila lokaverkefni á þessu almanaksári fá viðurkenningu þann 8. desember.  
  4. Hringferð FFF. Ágúst og John fara í Stykkishólm 22. Nóvember að hitta Óla, Kristfríði og Magnús. Þau ætla taka stöðuna á þeim og spjalla, langar svo að kynnast starfi á Vesturlandi og hitta Rannveig Tenchi sem er nýtekin við starfi eldri borgara í Stykkishólmi.  
  5. Pólland. 18. – 22. Febrúar, ferð stjórnar til að kanna samstarfsmöguleika og hitta Íslenska sendiráðið í Póllandi. Þau voru á Íslandi í haust og voru að tala um hvað það væri lítið samstarf milli landanna miðað við fjölda Pólverja á Íslandi.  
  6. Kjaramál. Ágúst og Íris ætla að funda með Bryngeir og Gísla Rúnar um kjaramál. 

Fundi slitið kl. 10:07.