Fundur stjórnar í desember

Mætt eru: Ása Kristín, Eygló, John, Íris, Peta, Ágúst og Ásgerður.
Fimmtudagurinn 5.desember.
Staður: Brauð og co.
Fundur settur kl. 08:30.

Mættir: Ása Kristín, Eygló, John, Íris, Peta, Ágúst og Ásgerður.  

  1. Ágúst er að klára að lesa yfir verkefnin. Fyrirmyndarverkefni afhent á föstudaginn 7. desember. Skoðum að heiðra útskrifaða meistaranemendur á sama viðburði, blóm og hrós.  
    Það á eftir að kaupa blómin, rammana og prenta út.  
    Afhendingin verður send út í streymi, Ágúst bað öll um að vera með smá kynningu  á verkefninu á 3-5 mínútur.
  2. Síðasta fræðsla gekk mjög vel, fámenn en góðmenn og góð þátttaka á streyminu.  
    Þar voru umræður að fræðslu lokinni og ákveðið var að halda fund með starfsfólki sem vinnur tómstundastarf með öldruðum og skapa vettvang fyrir þau til að taka umræður og mynda tengsl.   Áætlað að halda fund fyrir þau í Molanum 4. janúar 2024. Við þurfum að búa til viðburð og koma boðinu á rétta staði. Búið að bóka Molann.  Eygló og Íris taka ábyrgð á þessu verkefni.  
    Eygló heyrir í Heiðrúnu Kristínu Guðvarðardóttur, Maríu Egils og Maríu Björk. Rannveig Tenchi mikilvægur aðili inn á þennan fund.  
  3. Hringferðin – smá klúður að vera á rafmagnsbíl 
    Ágúst fór og það var fjör. Hitti Magnús og Óla, átti gott samtal við þá. Ágúst var að reyna sannfæra þá um það að allir ættu að vera í FFF því það væri samstarfsvettvangur alls starfsfólks, ekki bara faglærðs. FFF er til í að vera með aðeins meira pönk ef þess er þörf. Gaman að heyra hvernig strafið er hjá þeim, mikið samstarf á milli þeirra og þau eru mjög fylgjandi því að þetta verði sameinað. Samleiðaraáhrifin mjög mikil, eru með sameiginleg böll og viðburði. Vantar smá myndir og sýnileika fyrir post á samfélagsmiðla til að sýna fram á Hringferðirnar.  Þarf að athuga dagskrá næsta árs.  
  4. Fræðsla á Akranesi 10. Janúar, næsti fundurinn okkar er 2. janúar. Þarf eitthvað að enduskoða þann fundartíma. Næsti fundur fimmtudaginn 28. Desember í hádeginu á Íslensku flatbökunni.  
  5. Hugmynd að fræðslu/kynningu/samtali að um tómstundastarf fyrir ungt fólk með fötlun 25+. 
  6. Hafnafjörður – eftir samskipti á facebook við Kristínu Thoroddsen um nýjar innleiðingar í leikskólastarfi í Hafnafirði. Íris sendir póst á Kristínu (að hennar beiðni) og cc á Eygló og kallar eftir fundi.  
  7. Gleym-mér-ei að formaður komi og ávarpi nemendur og peppi.  

Fundi slitið kl. 10:30.