Fundur stjórnar í febrúar

Þriðjudaginn 5. Febrúar
Mættir: Jóna Rán, Gissur Ari, Gísli Felix, Guðmundur Ari
Fundur settur kl. 12:15

  1. Fræðslu- og tengsladagur á Vesturlandi
    1. Það hefur mikið gengið á innan félagsins í kringum greinaskrif og útlandaferð svo vinna við þennan viðburð hefur ekki komist af stað.
    2. Ákveðið er að fresta þessum viðburði fram að betri tíma og geta þá sett alla athygli á hann þegar þar að kemur. Fyrsti mögulegi tími er þá í sumar með nýrri stjórn.
  2. Svar við pósti frá Andreu Jónsdóttur, fyrrverandi sveitarstjóra Strandabyggðar
    1. Fjallað var um bréfið og ávkeðið að sest verði niður og skrifað svar frá félaginu.
  3. Helsinki-ferð
    1. Bjarki gaf sætið sitt frá sér og Árna Guðmunds var boðið sæti þar sem hann var í ferðanefnd.
    2. Umræður um dagskránna í ferðinni. Nýjum samtökum hefur verið bætt við. Þau samtök díla fyrst og fremst við jaðarhópa. Stefnt á að leggja áherslu á að komast í „Happi“ sem er ótrúlega flottar 10 sérhæfðar félagsmiðstöðvar inni í stóru iðnaðarhúsnæði. Jóna sendir út pósta.
    3. Verið er að skoða gistingar. Óskað hefur verið eftir ábendingum frá móttöku samtökunum. Skoðum líka sjálf einhverja flotta díla.
  4. Bootcamp
    1. Ný tímalína er komin fyrir verkefnið. Fókusinn er að færast yfir á kynningar fyrir nýja og fleiri styrki fyrir verkefnið. Planið er að sækja um annan stóran 3ja ára styrk fyrir version 2.0
    2. Ráðstefnan færist þar með yfir í ágúst þar sem allt verður til þá og hægt verður að kaupa aðgang og hefja notkun í september.
    3. Beta prófanir hafa skilað góðum niðurstöðum og það er mikill meðbyr með verkefninu.
    4. Guðmundur Ari mun fara í kjölfarið á „aðalfundi samfés“ á norðurlöndunum og kynna vöruna þar og safna undirskriftum.
    5. Guðmundur Ari kynnir fyrir stjórninni skýrslu um Bootcamp verkefnið.
  5. Nýjir félagar
    1. 9 nýjar umsóknir hafa borist félaginu, uppfylla allir inntökuskilyrði og eru þar með boðnir velkomnir í félagið.
    2. 1 úrsögn hefur borist.
  6. Önnur mál
    1. National afterschool association eru hætt við heimsóknina sem stóð til að koma í.
    2. Eldri borgara fræðsla var negla. Það er mikill hiti á þessum vettvangi núna þar sem áherslan er að færast í átt að því að starfið væri rekið á sjálfboðaliðum. Sköpuðust miklar og góðar umræður.
      1. Bíómyndin „Við erum til“ var sýnd og sló í gegn. Þetta væri flott verkefni fyrir fagfélagið að endurgera eða uppfæra.
      2. Kaffibollagjald var mikið umræðuefni þar sem starf er auglýst ókeypis en svo er samþykkt innan hópsins að allir þátttakendur borgi 100 – 200 kr fyrir kaffið.

 

Fundi slitið kl. 13:45