Fundur stjórnar 2. nóvember, félagsmiðstöðinni Selinu
Mættir: Jóna Rán Pétursdóttir, Gísli Felix Ragnarsson, Gissur Ari Kristinsson, Ester Ösp Valdimarsdóttir og Þorvaldur Guðjónsson.
Fundur settur kl. 12:40
Bootcamp hópurinn
- Námskeiðið er tilbúið og er stefnt að því að keyra fyrsta námskeiðið í janúar 2019. Námskeiðið er skipulagt sem 4 skipti þar sem hvert og eitt þeirra er með ákveðinn fókuspunkt eða þema og byggt upp sem sér námskeið. Heildin eru því þessu 4 námskeið en þannig væri hægt að sitja bara námskeið 2 þar sem þemað væri til dæmis hópastarf og viðkomandi vilji dýpka sig sérstaklega í því. Stefnt að því að setja skráningu í loftið sem fyrst. Rætt um að sniðugt væri að senda út “markaðskönnun” með það fyrir stafni að finna bestu tímasetninguna.
- Bókin er í yfirlestri eins og er og gengur vel. Búið að fá grafískan hönnuð til að setja bókina upp sem verður svo með útgáfunni send út á öll sveitarfélög.
Fyrirspurn frá Kolbrúnu Pálsdóttur, MVS HÍ
- Í júní verður hópur í heimsókn hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands frá samtökunum “National after-school association” frá Bandaríkjunum. Kolbrún óskar eftir þátttöku Fagfélagsins í heimsókninni með einum eða öðrum hætti. Stjórn samþykkir þátttöku í heimsókninni. Jóna svarar Kolbrúnu og skipuleggur aðkomu okkar.
Aðildarumsóknir
- Tvær umsóknir um aðild hafa borist félaginu frá síðasta fundi. Báðir aðilar uppfylla inntökuskilyrði svo stjórn samþykkir báðar umsóknirnar.
Önnur mál
- Samstarf við Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans: Ester hefur verið í sambandi við BUGL um aukið samtal og samstarf á milli frístundastarfs og starfsemi þeirra. BUGL hefur tekið vel í þessar uppástungur og hefur boðið stjórn að koma á fund hjá þeim og hefja samtalið. Ester heldur samtali áfram og finnur hentuga dagsetningu.
- Náum áttum: Síðasti undirbúningsfundur fór því miður fram hjá stjórn en passað verður að fulltrúi frá okkur sitji næsta fund.
- Kynningarmál: Það gleymdist að panta bolla í október en þeir verða pantaðir á næstu dögum.
Fundi slitið kl. 14:00