Fundur stjórnar í desember

Fundur stjórnar 2. desember 2020      
Mættir: Peta, Gísli, Birna, Ágúst, Elísabet, Íris
Fundur settur kl. 10:35

 1. Staðan á VAXA verkefninu. Guðmundur Ari kom inn í upphafi fundarins og sagði frá stöðunni á VAXA. Verið er að leita að stærri samstarfsaðilum til að tryggja tekjur og búið er að funda með Samfés og Reykjavíkurborg. Hugmynd skapaðist á fundi með Samfés um að leita eftir styrkjum sem myndu dekka innleiðingu á appinu inn í félagsmiðstöðvar á Íslandi.
  Sem stendur skuldar fyrirtækið 640.000 krónur. Staðan í samfélaginu hefur haft mikil neikvæð áhrif á innleiðingu og söluferli.
 2. Samtal um upplýsingamiðlun félagsins. Ágúst leggur til að stofnuð verði instagram síða fyrir fagfélagið til að deila ákveðinni tegund efnis sem þarf að ná til fleiri aðila. Stjórn er sammála enda instagram orðið ráðandi miðill að miklu leyti. Ágúst, Gísli og Elísabet taka fund sérstaklega í þetta í byrjun nýs árs og skilgreina þar í hvað ólíkir miðlar verði notaðir.
 3. Dagskrá vetrarins. Síðasta fræðsla var haldin rafrænt og gekk vel, allt efni frá fræðslunni hefur verið deilt. Stjórn ákvað að fresta viðburðinum “Glögg og gleði” sem átti að halda á næstunni þar til hægt er að hittast í raunheimum.
 4. Samstarfsverkefni með Samfés. Ágúst og Íris hafa verið í forsvari fyrir aðkomu fagfélagsins að Plúsinum og segja að ákveðið hafi verið að halda verkefninu á mótunarstigi fram yfir áramót. Ágúst fékk boð um að vera í fagráði Plússins fyrir hönd FFF sem hann þáði. Verkefnið „Sófinn“ sem er spjallþáttur er komið af stað og lýsir sér í opnu spjalli á milli tveggja aðila um alls konar sem tengist æskulýðsvettvanginum. Fékk Fagfélagið boð um að sjá um mönnun sófans í einum þætti sem er í vinnslu.
 5. Staða félagsgjalda. Greiddar hafa verið 89 kröfur sem er meira en á sama tíma í fyrra svo það lítur vel út og lofar góðu.
 6. Verkefnastaða og styrktarmöguleikar. Planið hefur verið að byggja upp námskeið út frá BootCamp verkefninu. Stjórn er sammála um að félagið taki sig á þegar kemur að styrkjum og hafa augun betur opin fyrir því þegar styrkir bjóðast.
 7. Önnur mál.
  1. Vefsíðan. Gísli og Peta hafa ekki náð að koma því verkefni af stað ennþá þar sem erfitt er að taka
  2. Fræðslufundur Náum Áttum. Birna segir okkur frá að miðvikudaginn 9. desember er næsti morgunverðarfundur sem fjallar um stöðu ungmenna í COVID-19 faraldrinum. Beðið er eftir auglýsingu og munum við deila henni þegar hún kemur.

Fundi slitið kl. 11:40.