Starfsdagur stjórnar 31.08.2016

Staðsetning: KEX Hostel

Mættir: Guðmundur Ari Sigurjónsson, Þorvaldur Guðjónsson, Bjarki Sigurjónsson, Tinna Heimisdóttir, Hulda Valdís Valdimarsdóttir

Fundur settur klukkan: 10:00

 1. Farið yfir stöðuna á Bootcamp for youth workers – strategic partnership verkefni
  1. Fyrstu fundur í nóvember
  2. Fundur með EUF um fjármagn seinna í dag
  3. Þurfum að mynda verkefnahópinn
   1. 7 manns
   2. FFF, fulltrúar vettvangsins og fræðasamfélagsins
    1. Óska eftir tilnefningu frá Menntavísindasviði á 2 einstaklingum
    2. FFF -> Valdi, Ari og Hulda
    3. Þóra Melsted frá frístundaheimilum
    4. Særós Rannveig Björnsdóttir
   3. Starfsmannamál -> Verkefnastjóri
    1. Verkefnastjóri heldur utan um tímana sína
    2. Hámark 40 tímar á mánuði nema að stjórn samþykki annað
 • Tímakaup 5000 krónur
 1. Guðmundur Ari er ráðinn verkefnastjóri fram til áramóta
 1. Ferðanefnd
  • Meðlimir: Guðmundur Ari Sigurjónsson, Unnur Ýr Kristinsdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Elva Björg Pálsdóttir, Laufey Sif Ingólfsdóttir og Magnús Guðmundsson
  • Umsóknarfrestur: október
  • Áfangastaður: Eistland
  • Markmið: Virk þátttaka og óformlegt nám
  • Dagskrá: Verkefnavinna, heimsóknir í tómstundamiðstöðvar og sjálfboðaliðasamtök.
  • Dagsetning: Í kringum páskana

 2. Starfsáætlun vetrarins
 • Samstarfsverkefni

Bootcamp verkefni
Hverfamiðstöðvaverkefni (samstarfsverkefni)

Ferðanefnd

 • Útgáfuverkefni

Rit um frítímann

Orðanefnd

 • Markaðsmál
  • markmið:
   – Koma heimasíðunni í lag
   – komast í 500 like á facebook
   – 44 nýjir félagsmenn (20- frístundaheimili, 10- nemar, 10- félagsmiðstöðvastarfsmenn, 4- eldriborgarastarfsmenn).
   – Senda út auglýsingu um félagið Ert þú fagmaður
   – 55.000 kr verður eytt í boost á facebook
 • Fræðslumál
  • markmið:
   – Fullskipa fræðslunefnd (Tinna tengiliður stjórn)
   – 4 hádegisverðarfundir (2 fyrir og 2 eftir áramót)
   – Einn hádegisverðarfundur með áherslu á frístundaheimili
   – Halda spunaspilsnámskeið.
 1. Nýir félagar
  1. Símon Þorkell Símonarson Olsen – B.A. tómstunda- og félagsmálafræði – Starfsreynsla 6 ár – Afgreiðsla: Samþykkt
  2. Guðrún Kaldal – Grunn- og framhaldsskólakennari, stjórnsýslufræðingur MPA og diplómatískum í stjórnun og stefnumótun – Starfsreynsla 24 ár – Afgreiðsla: Samþykkt
  3. Sigríður E. Ragnarsdóttir – B.ED. gráða – Starfsreynsla 15 ár – Afgreiðsla: Samþykkt
 1. Önnur mál
  1. Heimasíðan
   1. Formaður fer í að tala við 1984 og setja upp nýja síðu.
  2. Innheimta félagsgjöld
   1. Stefna á 1. október 2016

Fundi slitið klukkan 12:50