Fyrsti stjórnarfundur IFS Norden

Síðastliðna mánuði hefur stjórn FFF unnið að stofnun IFS Norden sem eru regnhlífarsamtök fyrir hverfamiðstöðvar á Norðurlöndunum og starfsfólk þeirra. Hverfamiðstöðvar eru þekkt fyrirbæri út allan heim þó hugmyndafræðin hafi aldrei verið alveg sú sama á Íslandi. Í grunninn vinna hverfamiðstöðvarnar að sömu markmiðum og Íslenskt tómstundastarf þar sem markmiðin eru að virkja borgarana til þátttöku, halda óformleg fræðslu, styrkja einstaklingana og borgaravitund þeirra.

Guðmundur Ari formaður FFF var staddur í Vaasa í Finnlandi dagana 24.-29. nóvember þar sem fram fór ráðstefna Finnsku hverfamiðstöðvasamtakana Setlementti ásamt stjórnarfundi hjá IFS Norden en Ari er ritari stjórnarinnar. Ari kynnti íslenskar hverfamiðstöðvar eða þá starfssemi sem líkist hverfa miðstöðvunum hvða mest og hugmyndafræðina á bakvið þær. Á stjórnarfundi IFS Norden var ákveðið að skoða aðild samtakana og aðildafélaga í Strategic partnership verkefni sem stjórn FFF hefur einnig unnið að síðastliðna mánuði í samstarfi við Fritidsforum.

Í þessari ferð voru stigin stór skref í átt að öflugu Norðurlanda samstarfi FFF og systrasamtaka FFF á Norðurlöndunum. Næstu skref eru svo að ráðast í gerð umsóknar til Erasmus+ og Nordplus til að fjármagna 2-3 ára samstarfsverkefni þar sem verkefnastjórnin verður í höndum FFF og munu samtökin fá rekstrarstyrki á meðan á verkefninu stendur.

Fundargerð fyrsta stjórnarfundar IFS Norden
IFS Norden – First board meeting 25.11.2015