Fundargerð 29. ágúst 2011

Ný stjórn og skipan í embætti:

Hulda Valdís Valdimarsdóttir formaður, Elísabet Pétursdóttir varaformaður, Guðrún Björk Freysteinsdóttir ritari, Helgi Jónsson gjaldkeri og Hrafnhildur Gísladóttir meðstjórnandi. Varamenn í stjórn eru Bryngeir Arnar Bryngeirsson og Unnar Reynisson. Einar Þórhallsson og Andri Ómarsson hverfa nú úr stjórn og er þeim þakkað fyrir vel unnin störf.

Upplýsingar á heimasíðu:

Vantar að setja upplýsingar um nýja stjórn inn á heimasíðu ásamt fundargerð aðalfundar. Guðrún tekur málin í sínar hendur.

Umsókn um félagsaðild:

Hrafnhildur Gísladóttir sendi inn umsókn um félagsaðild og hún samþykkt. Hulda sendir svar.

Fyrirspurn:

Komið með fyrirspurn inn á face-book síðu félagsins varðandi auglýsingar frá Hafnarfjarðarbæ þar sem verið er að auglýsa eftir starfsfólki í frístundastarf á vegum bæjarfélagsins en auglýsingarnar þykja ekki gera miklar kröfur til þeirra sem sinna eiga þessu starfi. Ákveðið að félagið sendi ályktun vegna þessa til Hafnarfjarðarbæjar. Hulda útbýr drög að ályktun og áframsendir á aðra í stjórn.

Boð á haustfund mennta- og menningarmálaráðuneytis og FÍÆT:

Stjórn hefur fengið boð um þátttöku á fundinum sem fer fram 22. september og hefur ákveðið að þiggja gott boð. Hulda, Helgi, Guðrún, Elísabet ætla að mæta. Þarf að kanna hvort Hrafnhildur kemst.

Ósk um fund:

Erlendur Kristjánsson hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu hefur óskað eftir fundi með stjórn félagsins til að fara yfir mál sem snúa að vinnu með Kompás o.fl. Huldu falið að finna fundartíma fljótlega í samráði við Erlend.

Verndum þau:

Skoða hvort búið var að gera einhvers konar uppgjör vegna þessara námskeiða á sínum tíma. Helgi kannar málið og gerir uppgjör/samantekt vegna þessa.

Kompás:

Elísabet tekur að sér að halda utan um sambærilegt námskeið fyrir leiðbeinendur í frístundastarfi og haldið var sl. vor. Ákveðið að halda sig við sömu tímasetningar og síðast og hugmyndir að dagsetningum eru 3. – 4. okt., 10. – 11. okt. og 13, – 14. okt. Elísabet hefur samband við Pétur Björgvin sem stýrði síðasta námskeiði og óskar eftir samstarfi við hann. Hulda kannar möguleika á að vera með námskeiðið í Hlöðunni við Gufunesbæ þegar dagsetningar verða komnar á hreint.

Stjórnarfundir og starfsdagur:

Ákveðið að vera með stjórnarfundi síðasta mánudag í mánuði kl. 11-12. Fundað oftar eftir þörfum. Ákveðið að stjórn verði með starfsdag 9. sept. næstkomandi kl. 9-14. Helgi kannar með staðsetningu fyrir starfsdaginn. Hugmyndir að málefnum sem hægt væri að taka fyrir á starfsdaginn; hvernig virkjum við félaga í starfi félagsins, endurskoðun laga og inntökuskilyrði, ný heimasíða, skoða möguleika á útgáfu fagtímarits, almennt kynningarstarf.

Fundi slitið kl. 12.15