Fundur stjórnar 30. júní 2010

Fundur stjórnar Félags fagfólks í frítímaþjónustu
haldinn í Hinu húsinu 30. júní 2010 kl. 17:00

Mættir: Elísabet Pétursdóttir, Helgi Jónsson, Guðrún Björk Freysteinsdóttir, Hulda Valdís  og Andri Ómarsson sem ritaði fundargerð.

1. Fundur með Erlendi Kristjánssyni í MMR
Erlendur hafði samband við formann FFF og óskaði nýrri stjórn til hamingju með kjörið. Hann hefur nokkrar hugmyndir fyrir stjórnina sem hann vill ræða á fundi sem fyrst. Elísabet finnur tíma fyrir í næstu viku með Erlendi.

2. Málþing um æskulýðsrannsóknir
Elísabetu falið að vera í sambandi við námsbrautarstjóra tómstunda- og félagsmálafræðifræði HÍ varðandi málþing um æskulýðsrannsóknir í haust.

3. Tengiliður FFF við Náum áttum hópinn
Ákveðið að Guðrún Björk verður tengiliður FFF við Náum áttum hópinn.

4. Viðurkenning fyrir besta B.A. verkefnið í tómstunda- og félagsmálafræðum
Hrafnhildur Stella Sigurðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir bestu B.A. ritgerð í tómstunda- og félagsmálafræðum  árið 2010. Verkefni Hrafnhildar ber nafnið „Tómstundir og stóriðja“. Verðlaun þessi eru veitt í fyrsta sinn en þau veita Félag æskulýðs- íþrótta- og tómstundafulltrúa FÍÆT og Félag fagfólks í frítímaþjónustu FFF. Formaður dómnefndar var Eygló Rúnarsdóttir fyrir hönd FFF. Aðrir í dómnefnd voru Gísli Árni Eggertsson tilnefndur af FÍÆT og Árni Guðmundsson af hálfu Tómstunda- og félagsmálfræðibrautar MVS. Félagið borgaði 15.000 kr. í verðlaunafé.

5. Ósk um tilnefningu í dómnefnd um hvatningarverðlaun frístundaheimila ÍTR.
ÍTR óskar eftir fulltrúa í dómnefnd um hvatningarverðlaun ÍTR. Stjórn FFF þykir miklvægt að gæta hlutleysis og velja einhvern sem starfar ekki hjá ÍTR. Ákveðið að Helgi Jónsson taki það að sér. Andri svarar póstinum.

6. Niðurskurður til félags- og tómstundamála hjá sveitarfélögum
Ákveðið að ítreka áskorun sem send var sveitarfélögum síðasta sumar við Árborg í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar síðasta mánudag. Elísabet athugar niðurskurð í öðrum sveitarfélögum í samstarfi við formann FÍÆT.

7. 5 ár afmælisrit FFF
Rætt um lengd afmælisritsins, dreifingu og kostnað. Ákveðið að blaðið verði 50 síður, með þykkri kápu og kili og allt í fjórlit. Blaðinu verði dreift til allra félagsmanna (115), í öll frístundaheimili í landinu (ca. 180), allar félagsmiðstöðvar (ca. 120), ungmennahús (10), skrifstofur tómstundamála í hverju sveitarfélagi (ca. 80), regnhlífarsamtök æskulýðsfélaga á Íslandi (ca. 20), menntamálaráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, samgöngumálaráðuneyti, skjalasafn, helstu bókasöfn og fl. Upplag ákveðið 600 eintök.
Andri, Elísabet og Einar Rafn skipa ritnefnd. Helgi athugar með kostnað við uppsetningu, prentun og dreifingu.

8. Könnun
Ákveðið að senda könnun til félagsmanna um miðjan ágúst þar sem kannaður verði hugur þeirra til áherlsna félagsins næsta vetur. Svör verði klár fyrir stjórnarfund 2. september.