Aðalfundur 28. maí

Fundarstjóri: Björg Blöndal

Ritari: Steingerður Kristjánsdóttir.

Skýrsla stjórnar

Eygló Rúnarsdóttir formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar.

Formaður gerði grein fyrir fundum og verkaskiptingu stjórnar og verkefnum síðasta árs. Félagsmönnum hefur fjölgað á árinu og eru nú að nálgast 100.

  • Vefrit –  var gefið út einu sinni í mánuði og er einnig aðgengilegt á heimasíðu félagsins
  • Usb lykill var afhentur skuldlausum félögum sem gjöf frá félaginu
  • Hádegisverðarfundir hafa verið 3 á starfsárinu.
  • Unnið var að endurskoðun siðareglna félagsins
  • Verndum þau – námskeið í samstarfi við höfunda bókarinnar og Menntamálaráðuneytisins. Alls voru haldin 12 námskeið á starfsárinu með 349 þátttakendum
  • Alþjóðanefnd var starfandi á vegum félagsins á árinu.
  • >Í starfsáætlun stjórnar var sett fram það markmið að kanna og hefja undirbúning á því að samræma starfsheiti þeirra sem vinna að frítímaþjónustu hjá sveitarfélögum. Sú vinna verður áfram á áætlun stjórnar
  • Náum áttum. Fagfélagið hafði fulltrúa í Náum áttum hópnum.

Að lokum lýsti formaður áhyggjum sínum af því efnahagsástandi sem nú ríkir og þeim hættum sem niðurskurður opinberra aðila getur haft á fagið og frítímaþjónustuna.

Umræður og fyrirspurnir um skýrslu stjórnar

Árni Guðmundsson kom með tillögu að samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Skýrslur hópa og nefnda

Fjölmiðlanefndin

Eygló Rúnarsdóttir flutti skýrslu fjölmiðlanefndar.

Alþjóðanefnd

Árni Guðmundsson flutti skýrslu alþjóðanefndar.

Alþjóðanefnd hefur sett sig í samband við sænska starfsbræður og mun á næstunni setja sig í frekara samband við félög í nágrannalöndunum.

Reikningar félagsins

Andri Ómarsson gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins.

Reikningar félagsins samþykktir.

Starfsáætlun og fjárhagsáætlun

Andri Ómarsson tók til máls og benti á að stjórn þætti óeðlilegt að slíkar áætlanir liggi fyrir og geti sett nýrri stjórn ákv. skorður.

Gísli Árni benti á að ekki væri óeðlilegt að einhver drög lægju fyrir nýja stjórn.

Árgjald

Formaður lagði til að árgjald félagsins yrði óbreytt og var það samþykkt einróma

Lagabreytingar og skipulag

Ekki bárust neinar lagabreytingatillögur fyrir aðalfundinn.

Kosning stjórnar og varamanna

Eygló Rúnarsdóttir gefur kost á sér til formennsku áfram og ekki bárust nein mótframboð

Helga Margrét Gumundsdóttir og Jóhannes Guðlaugsson voru kosin til 2 ára og sitja því áfram.

Eftirfarandi gefa kost á sér til stjórnarstarfa:

Einar Rafn Þórhallsson, Andri Ómarsson, Þröstur Sigurðsson

Frambjóðendur kynntu sig og gengið var til kosninga

Niðurstaða kosninga varð:

Einar Rafn Þórhallsson og  Andri Ómarsson voru kjörnir í stjórn.

Varamenn voru kjörnir  Þröstur Sigurðsson og Heiðrún Janusardóttir

Kosning skoðunarmanna reikninga

Árni Guðmundsson og Ólafur Þór Ólafsson kosnir skoðunarmenn.

Önnur mál.

Siðareglur fagfélagsins

Jóhannes Guðlaugsson og Heiðrún Janusardóttir gerðu grein fyrir vinnu við siðareglur fagfélagsins og kynntu þær.

Umræður um siðareglur félagsins.

Fram kom ábending frá Einari Rafni hvort mætti vera sterkara að orði kveðið með fyrirmynd félagsmanna fagfélagsins

Árni Guðmundsson benti á að gott væri að hafa í huga að hafa siðanefnd starfandi við félagið eða að fela stjórn það hlutverk.

Almennar umræður um siðareglurnar.

Gísli Árni ítrekaði gildi þess að hafa siðanefnd starfandi innan félagsins. Telur að utanumahald félagsins á viðkomandi félagsmanni geti haft mikið að segja ef upp koma alvarlega mál.

Jóhannes bendir á að innan stjórnar hafi verið rætt um að stjórn félagsins geti líka ályktað um einstaka mál.

Árni Guðmundsson leggur til að við grein 10 verði bætt …..tilkynna þar til bærum yfirvöldum “ og stjórn félagsins”

Lagabreytingu þarf til ef setja á siðanefnd innan félagsins.

Heiðrún leggur til að lagabreytingar komi fyrir næsta aðalfund svo hægt verði að stofna siðanefnd.

Gísli Árni leggur til að því verði vísað til stjórnar að undirbúa kosningu siðanefndar.

Óli Þór ræddi um hversu mikilvægt væri að siðanefnd sé til staðar til að styðja við félagsmenn í einstaklingsmálum.

Gísli Árni vekur athygli á að mögulega vanti inn í siðareglurnar að hafa hlutverk fagfólks skýrara sem málsvara barna og unglinga, ákveðinna gilda og lífstíls.

Gísli Árni kemur með tillögu um að samþykkja siðareglurnar óbreyttar og breyta síðar.

Héðinn styður tillögu Gísla og leggur til að þetta verði endurskoðað fyrir næsta aðalfund.

Siðareglur bornar upp til samþykkis með áorðnum breytingum um að bæta við 10. greinina “og stjórn félagsins” og samþykktar einróma.

Fundarstjóri fól formanni Eygló Rúnarsdóttur að slíta fundi. Eygló ræddi um gildi nýsamþykktra siðareglna og hvernig við gerðum þær sem eigulegastar fyrir félagsmenn.

Formaður þakkaði góðan fund og sleit fundi.